Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 17
UNGA ÍSLAND 155 Dagurinn var lengi vel sá skemmti- legasti, er Skúli Bjartmar liafði lifað. Hann fór inn um alla rétt og fékk að draga og honum var óspart hrósað. En svo kom dálítið atvik fyrir. Skammt frá stéttinni var dálítil slétt flöt og þar komu saman nokkrir hálf- stálpaðir strákar og sýndu glímu. Er þeir höfðu lokið glíniu sinni var þar einhver náungi sem stakk upp á því, að þeir hinir yngri, sem þarna voru margir í hóp, skyldu einnig sýna glímu. Þetta náði samþykki viðstaddra. Hófst þá bændaglíma. Bensi hafði verið kjör- inn foringi annarsvegar og stakk hann upp á því að Skúli yrði foringi hinna. Það var samþykkt. Varð nú glíman bæði snörp og hörð og mátti sjá þar margar knálegar vendingar og handa- tiltektir ásamt fallegum brögðum. Fóru leikar svo að Bensi og Skúli stóðu að lokum tveir einir uppi og allir þeirra liðsmenn fallnir. Hafði þá Skúli Bjart- mar að velli lagt þrjá pattingja á aldur við sig. Og heyrt hafði hann utanað sér að fólkið sem á horfði var farið að tala um það sín á milli, hve vel hann stæði sig þessi feiti með rauða bindið. Var honum því mikið í hug að halda nú velli. Óðu síðan for- ingjarnir hvor á móti öðrum og tókust glímutökum. Varð þarna atgangur bæði langur og harður og mátti lengi ekki á milli sjá. Gerðust þeir nú móðir ákaf- lega, en hvorugur lét sig að heldur. Leikurinn barst víða um völlinn og skemmtu áhorfendur sér hið besta. Allt í einu fann Skúli Bjartmar að Bensi tók annarri hendi neðan í buxna- skálm hans og hugði víst þannig að hefja hann á loft. Skúli sá að ekki mátti svobúið standa og spyrnti fótum í jörð, sem fastast. En annað hvort hafa hinar röndóttu buxur verið sér- staklega lélegar eða átakið býsna fer- legt, nema að buxurnar rifnuðu alla leið neðan frá hné og upp að mitti. Skúli Bjartmar varð nú svo óstjórn- lega reiður og greip hann slíkur fítons- kraftur fyrir hönd sinna buxna, að hann hóf Bensa á loft og sveiflaði honum niður á völlinn og var það mik- ið fall. Og þarna stóð svo sigurveg- arinn lafmóður í gauðrifnum buxum og lá við að gráta hástöfum. Hann gaut flóttalegu augnaráði sínu frá manni til mans, en enginn viðstaddur hló að honum og var það bót í máli. Ein ókunnug kona kom og nældi saman rifuna með öryggisnál. Þetta er bara saumspretta, sagði hún og síðan gaf hún honum brjóstsykurmola, en hann leit á hana sínum gráu augum, sem nú voru rök af tárum en þó full af þakk- læti, því að þetta hlaut að vera góð kona. Skúli Bjartmar hafði eiginlega enga ánægju af að vera mikið lengur við réttina eftir þetta. Hann hafði að vísu unnið frækilegan sigur, en honum fannst allir stara svo mikið á hinar rifnu buxur. Hann varð því eiginlega feginn, þegar lagt var af stað heim- leiðis. Var einnig orðinn hálfsyfjaður. Bensi vai’ð samferða og eitthvað fleira fólk frá heimili hans. Þeir töluðu ekki mikið saman, vinirnir. Voru eiginlega báðir móðgaðir. Bensi fyrir sinn ósig- ur, en Skúli fyrir sínar buxur. Bensi reið rauðblesóttri hryssu, sem Sighvat- ur átti, og var öðru hvoru að láta hana hlaupa á harða stökki. Skúli skipti sér ekki af því. Hann vissi sem var, að Skjóni var miklu fljótari, ef í það fór. Átti hann að bjóða Bensa að reyna? En þess þurfti hann ekki, Bensi varð

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.