Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 20

Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 20
158 UNGA ISLAND löppina og slógu hölunum niður í blaut- an flórinn. Skúla fannst þær leiðinleg- ar. Sex sinnum sex eru þrjátíu og sex, sex sinnum sjö eru fjörutíu og tveir, sex sinnum átta fjörutíu og átta, sex sinnum níu fimmtíu og fjórir, sex sinn- um tíu eru sextíu. Sjö sinnum sjö eru? Sjö sinnum sjö? Hvað var það nú ann- ars? Nei, hann gat aldrei munað það. Svo leit hann á töfluna: fjörutíu og níu. Sjö sinnum sjö eru fjörutíu og níu, sjö sinnum sjö eru fjörutíu og níu, og þannig tönglaðist hann á þessu þar til að hann hélt sig muna það, en þá var tungan orðin hálf máttlaus og kýrnar staðnar upp, alveg hissa á þessu mannkorni, sem svona talaði við sjálf- an sig. — Vesalings drengurinn, hann er víst búinn að missa vitið — hafa þær líklega hugsað. Ja, sér er nú hvað, aldrei mundu víst kálfarnir okkar geta lært þessa svokölluðu margföldunar- töflu, úr því að drengnum gengur það svona báglega. Aumingja kýrnar, ekki vissu þær, að nú voru að koma jól. Aðfangadagurinn var afarfallegur vetrardagur. Frost og stillilogn. Nýfall- inn snjórinn hvíldi yfir jörðinni eins og hlý og mjúk ábreiða og marraði svo yndislega undir fótum, hvar sem stigið var niður. Skórnir hans Skúla frusu á fótum hans, og honum þótti gaman að heyra hvernig small í gólfinu, þegar hann gekk eftir því. — Þarftu alltaf að vera að hlunk- ast þetta fram og aftur um gólfið, strákur, sagði Sigga systir, en hann hélt að henni kæmi það ekki mikið við. Síðan fór hann út aftur, og hinar stóru, feitu kinnar hans urðu eldrauðar í frostinu, en það gerði ekkert til. En ef segja skal alveg eins og satt er, þá var Skúli Bjartmar óvenju snúninga- lipur þenna dag. Það voru nefnilega að koma jól og þá verður maður að gera allt fyrir alla. Meira að segja tók Skúli sig til og bauð Gunnsu frænku að fara með öskukassann fyrir hana og steypa úr honum. En hún horfði bara á hann hissa og sagði svo: — Það er aldrei að það er upp á þér tippið í dag, drengur minn. Auðvitað móðgaðist maðurinn af þessu kalda svari, en jæja, það voru nú að koma jól og þau voru bara einu sinni á ári. Gunnsa var svona gerð, hún var líka horuð og mjó, með langan háls og stórt, bratt nef, sem var ákaf- lega blátt. Kannske var það af því, að hún var svo oft ergileg. Svo voru þá jólin gengin til fulls í garð þetta kvöld og byrjuðu með löng- um og þreytandi húslestri. Ólafur, fað- ir Skúla, las lesturinn, en hitt fólkið, húsfreyjan, Sigga, Gunnsa og Skúli Bjartmar sátu með mikinn guðrækis- svip á andlitinu og þeim síðastnefndu fór það prýðilega. Þegar lesturinn loksins var á enda, sat fullorðna fólkið langa stund með hneigð höfuð og kvenfólkið hafði klút fyrir andlitinu. Skúli þreif litla vasa- klútinn sinn og setti hann yfir nef sitt og augu. Hann hafði hann þannig nokkur augnablik, en gægðist síðan út undan honum. Nei, fólkið var ekki hætt enn, og þarna sat Gunnsa frænka í hnipri og þurrkaði ákaflega stór og fyrirferðarmikil tár, sem brutust án afláts niður með hennar bláa nefi. Loks stóð þó pabbi upp, lagði frá sér bók- ina og sagði með miklum alvörusvip: — Guð gefi oss öllum góðar stund- ir og gleðileg jól,

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.