Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 24

Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 24
162 UNGA ISLAND ÚLFAKREPPA Saga eftir Dines Skafte Jespersen. Þessi saga gerðist í Danmörku fyrir mörgum árum. Þá voru skógar þar í landi vílendari en nú, og fjöldi viltra dýra undi þar vel hag sínum, þó að þeim fækkaði óðum. Mönnum hafði samt tekist að útrýma úlfunum að mestu leyti, en þeir1 höfðu fyrr á tím- um verið hræðileg plága, einkum á veturna, þegar sulturinn rak þá út úr skógunum. Þegar þetta gerðist, voru þeir til allrar hamingju orðnir mjög sjaldgæfir. Fátæk ekkja bjó við útjaðar á skógi nokkrum. Hún átti þrjú börn, litla stúlku og tvo drengi, 11 og 12 ára. Hún var mjög iðin og vann fyrir sér og börnum sínum með spuna og vefn- aði. Það bætti dálítið í búi hjá henni, að hún mátti sækja eldivið í skóginn eftir þörfum. — Drengirnir hennar, Kristján og Jens, önnuðust flutning- inn og sáu um, að alltaf væri nægur forði af þurrum sprekum í eldiviðar- kofanum. Veturinn hafði verið mjög harður. Frá byrjun desember höfðu verið sí- felldar hörkur og mikill snjór. Dreng- irnir fóru næstum því á hverjum degi inn í skóginn með sleða og sóttu eldi- við. Þeir höfðu þegar hirt öll sprek í skógarjaðrinum og urðu stöðugt að fara lengra og lengra inn í skóginn. Það var ekki létt verk að brjótast á- fram með sleðann, þar sem hvorki var vegur né götuslóðar. En lítil á rann um skóginn, og þegar ísinn á henni var orðinn nógu traustur, fengu drengirn- ir þar ágætt sleðafæri. Þá urðu ferðirnar leikur einn. Þeir drógu hvor annan á fljúgandi ferð eftir rennsléttum ísnum, og þegar þeir voru komnir nógu langt, skildu þeir sieðann eftir úti á ánni og hlóðu á hann sprekum. Áin var samt auð á einum stað. Hún hafði endur fyrir löngu brotið sér far- veg gegnum lágan háls. Þar var hún mjó með háum bökkum. Stórgrýti var á botninum, og straumurinn svo harð- ur, að hana lagði þar mjög sjaldan. Gamalt tré stóð á bakkanum og hall- aðist út yfir ána. Hún hafði grafið jarðveginn frá rótunum, svo að þær voru að mestu leyti berar. Einu sinni lentu drengirnir í byl og leituðu þá skjóls undir rótunum. En þeir hypj- uðu sig sem fljótast burtu, þegar þeir sáu, hve fáár og veikar rætur héldu trénu. Það gat dottið, þegar minnst varði. En tréð stóð, þegar þeir komu þang- að aftur rétt fyrir jólin. Þeir skildu sleðann eftir úti á ísnum og gengu inri í skóginn. Þeir rótuðu í snjónum með digrum stöfum og pjökkuðu upp sprek. Frostið beit í nef og eyru, en þeir skeyttu því ekkert, bara hömuðust til að komast heim fyrir dimmu. „Við verðum að fara tvær ferðir á morgun, svo að við getum verið heima um jólin“, sagði Kristján. „Það verðum við að gera“, svaraði Jens og barði sér til hita. „Bara að mamma fái nú peninga fyrir voðina, sem hún tók úr vefstólnum í kvöld; annars verða þetta leiðinleg jól“. „Hún fær það áreiðanlega", svaraði Kristján. „En hvað er þetta?“ Hann greip í handlegg bróður síns og benti á nokkur, stór grenitré. Tveir

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.