Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 25

Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 25
UNGA ISLAND 163 gráir skuggar læddust þaðan og stefndu á drengina. „Hvað getur þetta verið? Eru það hundar?“ spurði Jens og röddin skalf. Þetta voru ískyggilegar skepnur. Kristján var orðinn náfölur í fram- an. „Þetta eru úlfar“, hvíslaði hann. Jens fór að gráta. Svo stökk hann af stað með svo miklu írafári, að hann hentist beint á eldiviðarhrúguna og steyptist á höfuðið niður í snjóinn. — Hann stökk þegar á fætur, en komst ekki lengra, því að þá náði Kristján í hann og æpti: „Gerðu þetta ekki. Þetta er það vitlausasta, sem^hægt er að gera. Náðu í stafinn þinn“. Úlfarnir námu staðar. Mannsrödd- in hefir líklega skotið þeim skelk í bringu, en brátt lötruðu þeir aftur af stað. „Við megum aldrei snúa við þeim bakinu. Við skulum ganga aftur á bak að ánni, og ef þeir verða of nærgöng- ulir, þá verðum við að fæla þá frá með ópum og óhljóðum“. „Við komumst aldrei heim“, sagði Jens snöktandi. „Vitleysa. Ef ekki koma fleiri, þá skulum við“. „En ef það kemur nú stór hópur?“ „Það er engin hætta á því. Lalli skytta sagði einu sinni, að það væri meira en tíu ár síðan hann hafi séð úlf“. Kristján stökk á móti óvættunum og æpti: „Hæ, hæ. Snautið þið burtu, ótætin ykkar“. Hann veifaði stafnum. Úlfarnir urðu hræddir og sneru við, en eftir skamma stund voru þeir rétt komnir til drengjanna aftur. Þetta voru hræðileg kvikindi, horuð og glorhungr- uð. Það glampaði á grænleit augun, og rauð tungan lafði út á milli ægilegra tanngarða. Drengina hi-yllti við þessari sjón. Hægt og hægt mjökuðust þeir nær ánni. Kristján hélt, að þar yrði hægara um varnir en inni í skóginum. En allt í einu datt honum snjallræði í hug. „Við skulum flýta okkur að stóra trénu utan í bakkanum". „Til hvers? Heldurðu, að við fáum hjálp?“ „Já, auðvitað. Iialtu bara áfram að kalla af öllum kröftum“. Úlfarnir voru nú aðeins nokkra metra frá þeim. Kristján hljóp öðru hverju á móti þeim og fældi þá ofurlítið frá, en þeir komu alltaf aftur, — og sífellt nær og nær. Þegar minnst varði, gátu úlf- arnir ráðist til atlögu. Drengirnir kom- ust út að ánni, þar sem snjóinn hafði skafið af. Tréð hékk í bakkanum. Áin ólgaði fyrir neðan. „Losaðu steina“, sagði Kristján, „og settu þá í hrúgu“. Hann sveiflaði stafn- um. Jens var farinn að hágráta, en hann hlýddi samt. Úlfarnir gerðust nú nærgöngulli en nokkru sinni fyr. Það leit út fyrir, að þeir skildu, að hávaðinn væri þeim ekk- ert hættulegur. Kristján tók stein og kastaði að úlfinum, sem var nær. Hann varð hræddur og hörfaði frá, þó að steinninn hitti ekki. „Fældu þá frá með steinunum", hrópaði Kristján og renndi sér niður bakkann inn undir rætur stóra trésins. Hann tók upp hnífinn sinn. Ef hann gæti skorið sundur gildasta rótar- angann, þá hlaut tréð að falla. Hann gerði skoru í rótina. Hún var álíka sver og úlnliður hans. Til allrar hamingju var hnífurinn beittur. Rótin

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.