Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 26

Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 26
164 UNGA ÍSLAND var rétt komin í sundur. Hann náði handfesti með vinstri hendi og sveiflaði ojr frá. í sama bili féll tréð með braki cg brestum. Stórar greinar brotnuðu og flísarnar flugu hátt í loft upp, þegar það lenti á trjánum á árbakkanum, hin- um megin. Eftir andartak varð allt hljótt, og nú lá gamla, stóra tréð eins og brú yfir ána, alveg milli bakkanna. Kristján hentist til bróður síns. Úlf- arnir höfðu orðið hræddir við hávaðann og hörfað dálítið frá. „Vertu nú fljótur", sagði Kristján. „Skríddu út á tréð, alveg að greinunum, svo að þú getir haldið þér. Ilafðu bar- eflið með, ef þú getur“. „Já, en úlfarnir komast á hinn bakk- ann“, sagði Jens. „Auðvitað komast þeir það. En okkur er óhætt úti á trénu, og bráðum fáum við hjálp. Flýttu þér. Ég skal fæla þá frá á meðan“. Jens komst að greinunum og Kristján settist síðan á trjábolinn og mjakaði sér aftur á bak í áttina til bróður síns. Hann hafði bareflið í hendinni. Það var rétt svo að hann náði utan um tréð með fótunum. Aðstaðan var ekki góð, stór- grýtt, ólgandi áin fyrir neðan og hungr- aðir úlfar í fárra metra fjarlægð uppi á bakkanum. Úlfarnir skildu, að þeir voru í þann veginn að missa af bráð sinni og ýlfr- uðu hræðilega. Hljóðin voru svo ámátt- leg, að Kristján hrökk við og missti næstum því jafnvægið, en þá náði hann í grein, svo að honum var borgið. Jens var á öruggum stað fyrir aftan hann. „Nú geta þeir ekki gert okkur mein“, sagði Kristján og var hinn ánægðasti. „Nú veltur allt á því, að kalla nóg“. Úlfarnir settust og ýlfruðu. Þeir kvöldust af hungri og sáu ætið rétt við nefið á sér. Sá stærri klóraði hvað eft- ir annað í tréð. Grimmdin skein út úr augunum. Loks gat hann ekki stillt sig lengur og skreið út á tréð. Jens æpti af hræðslu og vildi fara upp á bakkann hinum megin, en Kristján skipaði hon- um, að vera kyrrum. Kristján var æstur í skapi, en sat hreyfingarlaus og starði á dýrið. Nú kom það í höggfæri. Hann hallaði sér fast upp að greininni, ríghélt sér með fótunum og sló úlfinn eldsnöggt á aðra hliðina. Reiðiþrungið urr og örvænting- arfullt krafs með bitlausum lclóm varð árangurslaust. Úlfurinn missti jafnvæg- ið og steyptist með ámáttlegu ýlfri nið- ur í ána. Kristján þorði varla að líta niður. Hann heyrði lágan dynk. Úlfur- inn hlaut að hafa lent á steini. Svo heyrðist skvamp. Hinn úlfurinn kom þá skríðandi út á tréð, en Kristján var nú hinn örugg- asti. „Hinn er kominn að landi“,- kallaði Jens. „Hann kvikar ofurlítið“. Kristján gaf því engan gaum. Hann starði aðeins á úlfinn, sem kom á móti honiun og hlakkaði til að fá hann í höggfæri. „Sláðu“, hrópaði Jens. Hann gat nú ekki verið rólegur. Loks reið höggið af. Úlfurinn riðaði, en féll ekki. Annað högg, og úlfurinn steyptist ofan í ána. Kristján flýtti sér að bakkanum. „Varaðu þig. Hann er ekki dauður“, æpti Jens. Seinni úlfurinn lenti í mesta strengn- um í ánni og barst fram milli steinanna. Hann var að berjast við að komast í land, en gekk j.V' illa. Hann dró á eftir sér annan fótinn, og straumurinn velti honum hvað eílir annað. Kristján tók stein og kastaði í áttina til hans. N

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.