Unga Ísland - 01.01.1939, Blaðsíða 9

Unga Ísland - 01.01.1939, Blaðsíða 9
3 UNGA ÍSLAND ---------------------- ánægjan, sem þið verðið aðnjótandi í skíðaferðunum. Þið eruð almennt ekki að velta því fyrir ykkur, hvort nokkur veruleg hollusta felist í þessari útiveru ykkar. Og þið gerið ykkur líklega ekki grein fyrir því, að undir niðri er það beinlínis þörfin og þráin eftir einhverju meiru en ánægjunni einni saman, sem kemur ykkur til þess að binda skíði á fót og flýja til fjallanna. Hinn ungi og hrausti líkami ykkar þarfnast áreynslu. — Kyrrseturnar á skólabekknum eru svo miklar yfir vet- urinn, að vöðvarnir slappast og verða linir, ef þið gerið ekkert til þess að halda þeim við, og þá er víst, að fátt eða ekk- ert er betra en útiveran upp til fjalla á skíðum. Hið svala og tæra f jallaloft leik- ur um líkamann, hressandi og fjörg- andi, og þegar lungu ykkar fyllast af þessu tandurhreina lofti, fer um ykkur straumur af nýju lífi, nýjum kröftum og nýrri gleði. Áreynslan, sem fellst í skíðagöngunni kemur blóðinu í æðum ykkar á hreyfingu, örfar blóðrásina og færir ykkur stöðugt nýrri og meiri kraft og þol, sem gerir ykkur kleift að stunda skólann ykkar af meiri krafti og ástundun, og þið náið betri árangri í öllu því, sem þið leggið hönd á. Skíða- ferðirnar eru því nokkurs konar lífgjafi í kyrrð skammdegisins, sem kemur að nokkru leyti í stað sólarljóssins, en svo hækkar sólin brátt á lofti, og þá fá fjallaferðirnar ykkar á skíðunum enn aukið gildi. Það er heilsa ykkar og líf, sem kallar ykkur út á skíðin. Það er þrá- in, sem býr í brjóstum ykkar allra eftir því, að verða stór og sterk, sem hrópar á ykkur, þegar þið leggið út í hið hreina vetrarloft, upp til fjallanna, upp á móti sólinni. Þetta eigið þið jafnan að hafa hugfast, svo að ykkur takist að fulln- ustu að virða gildi skíðaferðanna. En svo er líka annað, sem hér kemur til greina. Hugsið þið ykkur, hve oft er ó- fært öllum farartækjum hér á hólman- um okkar, og hvað þá getur komið sér vel að vera vanur skíðunum frá barn- æsku. Skíðaferðirnar ykkar — börnin góð — eru tengdar saman af þremur höfuð- hlekkjum: Hollustu, gagnsemi og gleði. Og þessir hlekkir eru vissulega þess verðir, að binda ykkur sem fastast við skíðin ykkar. Takið tryggð við skíða- íþróttina, því að það er ykkur sjálfum og öllum fyrir bestu. J. V. Hafstein. Refaveiðar. Ég var einu sinni vestur við ísafjarð- ardjúp. Bóndinn stundaði refavoiðar. Einu sinni fór hann að liggja á greni. Hann fór um kvöldið, en morguninn eft- ir fór næst yngsti sonurinn til hans og kom aftur með annan refinn. Svo kom bóndinn með hinn refinn og nokkra yrðlinga. En næsta kvöld leyfði hann yngsta syni sínum að liggja á greninu, sem hann lá á nóttina áður. Um morg- uninn klukkan sjö, kom hann með einn yrðling heim. Um daginn fór ég í hlöðu þar sem allir yrðlingarnir voru. Þegar ég ætlaði að taka einn þeirra upp, þá ætlaði hann að bíta mig. En þegar strák- urinn, sem náði honum, tók hann upp, þá gerði hann honum ekkert. Hvers vegna beit yrðlingurinn hann ekki? Af því að þegar strákurinn sá hann fyrst, þá var hann fastur með hálsinn í bog- anum og hann hafði tekið yrðlinginn úr boganum. Guðm. Gestsson (13 ára).

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.