Unga Ísland - 01.01.1939, Blaðsíða 11

Unga Ísland - 01.01.1939, Blaðsíða 11
5 UNGA ÍSLAND ------------------------ Þeir gengu líka lengi, lengi, og að síðustu komu þeir auga á Ijós í fjar- lægð, eins og Ulrik — og vöknuðu til nýrrar vonar. Þeim varð fljótlega Ijóst, að það var bær, sem þeir nálguðust. Það sáu þeir á hinum mörgu Ijósum, er blöstu við. Og þegar þeir loksins náðu til bæjarins, komust þeir að raun um, að það var Fladstrand. Þar að auki var hamingjan þeim svo hliðholl að leiða þá strax að gistihúsinu, þar sem einmitt voru stadd- ir nokkrir menn að heiman, er keypt höfðu korn og ætluðu að leggja af stað heimleiðis daginn eftir. Gleði þeirra verður vart lýst, er þeir loksins hittu landa, ekki síst þar sem þeir höfðu einmitt heyrt um hvarf drengjanna og trúðu því sögu þeirra — of lofuðu að flytja þá heim. Þeir fengu nú nóg að borða, og allir dáðust að dugnaði þeirra. En hvar skyldi Ulrik vera? í fyrstu vonuðu þeir, að hann myndi koma á eftir þeim, þar sem hann hlaut fljótlega að hafa komist að raun um, að hann var á rangri leið. En þegar morgn- aði, og Ulrik var enn ekki kominn, á- kváðu þeir, þrátt fyrir þreytuna, að ganga til baka að vegamótunum. En þeir sáu ekkert til Ulriks. Hnuggnir héldu þeir aftur til bæjar- ins. Norska skútan átti að sigla samdæg- urs, og skipverjar þorðu ekki að fresta ferðinni. Níels og Henning voru mjög daprir í sinni og vissu ekki, hvað þeir áttu að gera, en skipverjar reyndu að hughreysta þá. „Ulrik Löve er sjálfsagt í góðra hönd- um. Hann hefir sennilega hitt á annað skip að heiman og er ef til vill þegar á leið heim. Og nú megið þið ekki hika, því að það gefst ekki oft tækifæri til að komast heim“. — Þeir fóru með skútunni. Danmörk varð minni og minni. Að síðustu sáu þeir aðeins dökka rönd úti við sjóndeild- arhringinn — sem svo hvarf í hafið. Það var ágætur byr, enda gekk skút- an vel og nálgaðist óðum gamla Noreg. Skipshöfnin hélt að þeir væru úr allri hættu, og lofuðu hamingjuna fyrir, að þeim hafði tekist að koma þessum korn- farmi heilu og höldnu yfir hafið. En allt í einu komu þeir auga á enskt víkingaskip. Norðmennirnir fjölguðu í skyndi seglum, svo sem frekast var kost- ur, til að reyna að sleppa. Skútan þaut áfram, eftir öldunum, en eigi að síður nálgaðist víkingaskipið þá stöðugt, og eftir nokkra stund var það komið í skot- færi. Fyrsta kúlan kom hvæsandi og fór í gegnum stórseglið, og sú næsta féll niður á þilfarið, en gerði engan skaða. Norðmennirnir höfðu litla fallbyssu og svöruðu í sama tón, en hún var svo kraftlítil, að kúlurnar hrukku af byrð- ing víkingaskipsins, án þess að vinna nokkuð á. Það var vonlaus vörn, og Norðmennirnir urðu að síðustu að draga niður fánann og gefast upp. Bátur var strax settur út frá her- skipinu, og róið að skútunni. Enskur undirforingi stökk þegar upp á þilfarið og tók að sér stjórn hennar — og var henni nú snúið áleiðis til Englands. Norðmennirnir voru fullir örvæntingar. Því að þeir vissu, að fangelsi beið þeirra, er þeir kæmu til Englands. Þetta höfðu verið mjög spennandi augnablik fyrir Henning og Níels. Skyldu þeir þá eftir allt saman ekki komast heim? Skyldi sú von þeirra verða að engu á síðasta augnabliki? Þeir voru færðir fyrir enska foringj-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.