Unga Ísland - 01.01.1939, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.01.1939, Blaðsíða 17
11 UNGA ISLAND --- — PRAUTIR. — ® (£(£>(£ (£b G& (& % Reikningsþraut. Á hvert epli er rituð tala, eins og myndin ber með sér. — Reyndu að flytja eplin til, þannig að talan 30 komi út, hvort heldur sem þú leggur saman hverja röð fyrir sig, lóð- rétt eða lárétt. kis ills von. Við læddumst að rúmi henn- ar og tókum pelan, sem lá hjá henni, og helltum svo yfir kellu. Hún saup kvelj- ur, hóstaði og grenjaði á víxl. En við hlógum og þótti okkur gaman að sjá hana svona á sig komna. En nú gránaði gamanið. Við heyrðum að mamma var að koma inn. Eins og örskot vorum við komnir inn undir dívan og ekki máttum við vera seinni á okkur. Mamma kom í því, er við sluppum undir dívaninn. — ‘Hún spurði: ,,Hvað gengur eiginlega á fyrir ykkur, strákar?" Þá skriðum við undan dívaninum, með hjartað í buxun- um. Ég gat rétt stamað út úr mér: „Hann sagði það, en ég gerði það“. Þá gat hún ekki annað en farið að brosa, en mér þótti við sleppa vel. Sæmundur Sigurðsson, 13 ára. Blómabeðið. Dragðu fjórar beinar lín- ur frá einhverjum bókstafnum til ann- ars, þannig að blómabeðinu sé gkipt í 11 reiti, með einu blómi í hverjum reit. Verðlaun fyrir kaupendasöfnun verða veitt sem hér segir: Fyrir tvo nýja kaupendur, gamall árgangur af blaðinu. Fyrir fimm, vand- aður skrúfblýantur. Fyrir tíu stækkuð ljósmynd af Geysi eða Gullfossi. Fyrir 15, blýanturinn og myndin. Fyrir tutt- ugu, ljósmyndavél. Verðlaunin verða send, er greiðsla hefir borist afgreiðslunni frá hinum nýju kaupendum. Sýnið blaðinu ræktarsemi og hefjið nú öfluga sókn fyrir útbreiðslu þess. Ráðning á gátum úr jólaheftinu. 1. Móðurmjólkin. 2. Skýin. 3. Reykurinn.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.