Unga Ísland - 01.02.1939, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.02.1939, Blaðsíða 6
16 etta hlaut mikla aðdáun fyrir línudans- inn. Þau liðu því aldrei neyð, en Ulrik var samt sem áður ekki ánægður. Hann leið af heimþrá — og aldrei sá Mari- etta hann brosa. Henni þótti vænt um hann sem bróður og reyndi stöðugt að r.hughreysta hann. :,Þú kemst áreiðan- lega einhverntíma heim, það skaltu sanna“, sagði hún. Þau voru aftur stödd í hafnarbæ, en þar lá ekkert norslct skip, og þó var Ulrik að því kominn að missa kjarkinn. Honum virtist öll von úti. Marietta hafði fvlgst með honum nið- ur að höfninni. Allt í einu heyrði hann skerandi óp. Og þegar hann leit við, sá hann að Marietta hafði fallið í sjóinn — hún var að hverfa í kaf. Sem örskot kastaði hann sér í sjóinn og kafaði nokkrum sinnum, en gat ekki fundið hana. Svo sá hann hvar henni skaut upp skammt frá. Hann hraðaði sér þangað náði henni og synti með hana í land. Hún virtist vera dáin, en eftir að gerðar höfðu verið lífgunartilraunir í langan tíma, raknaði hún loks við. Hún var flutt til gistihússins og varð að iiggja í rúminu nokkra daga, áður en hún gæti haldið ferðalaginu áfram. Uftir þetta bótti henni enn vænna um Ulrik — hann hafði biarp-að lífi hennar. Þau voru komin til Suður-Jótlands og lögðu nú leið sina þvert yfir að vestur- ströndinni. Þá var bað eitt sinn, að greifi nokkur gerði boð fyrir bau og bað þau sýna listir sínar, þar eð hiá honum voru gestir. Þau léku listir sínar, svo vel sem bau gátu. í von um ríkuleg laun. Gestimir voru iíka hinir ánægðustu og létu aðdáun sína óspart í Ijósi. Og er bau kvöddu, voru bau líka hin glöðustu. því að gamli maðurinn hafði fengið marga silfurpeninga í hattinn sinn. --------------- UNGA ISLAND En varla voru þau komin út úr hallar- garðinum, er þjónn kom hlaupandi á eftir þeim og færði þau með valdi aftur til baka. Reiðilegur á svip kom greifinn á móti þeim og skipaði þeim að venda um vös- unum. Ulrik varð náfölur. Hvað átti þetta að þýða? Hélt hann, að þau væru þjófar? Hann snéri vösunum við í flýti, — en hver getur lýst uridrun hans, er úr öðr- um vasanium datt dýrmætur skrautgrip- ur úr gulli. „Ágætt, hérna höfum við þjófinn", gall allsstaðar við. Ulrik stóð sem steini lostinn. Marietta og faðir hennar skildu sjáanlega ekkert í þessu. „Þjófur!“ söng fyrir eyrum Ulriks. Hvernig víkur þessu við? Óljóst rám- aði hann í, að sonur greifans hefði ýtt við honum, er hann gekk fram hjá gest- unum. Og þá hafði hann sennilega stungið gripunum í vasa hans — svo að hann yrði gripinn sem þjófur? En áður en hann hafði náð sér eftir undrunina og óttann, svo að hann gæti gefið nokkra skýringu, sagði greifinn: „I svartholið með þjófinn!“ Þá kastaði Marietta sér grátandi fyr- ir fætur greifans og bað miskunnar fyr- ir Ulrik. „Hann hefir ekki gert það. Hann er saklaus!" hrópaði hún. En greifinn ýtti henni reiðilega til hliðar, og þjónamir fóru af stað með Ulrik. Hann var lokaður inni í turnherbergi. Á því var einn lítill gluggi, og í því var ekkert nema vatnskanna. Það voru erfiðar stundil'; er Ulrik nú átti — ofan á allt annað. Hann var gripinn örvæntingu og féll á kné og bað:

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.