Unga Ísland - 01.02.1939, Blaðsíða 9

Unga Ísland - 01.02.1939, Blaðsíða 9
19 unga ísland --------------------- sem hann þekkti, og það var eins og hann allur ómaði af gleði, en hann kom engu orði upp. Hann gat hvorki hrært legg né lið — bara stóð sem bergnum- inn og starði út í mannþröngina. Áhorf- endumir spyrntu gegn Hans, en Níels tróð sér fram fyrir hann og smaug milli fólksins og ruddi braut fyrir þá báða inn á svæðið, þar sem Ulrik var. í tveim stökkum var Níels kominn til Ulriks og kastaði sér um hálsinn á honum í stjórn- lausri gleði. Gleðitár streymdu niður kinnarnar á Ulrik, er hann faðmaði Níels að sér eins og hann ætlaði að kremja hann í sundur. Síðan flaug hann upp um hálsinn á Hans frænda og svo aftur til Níels — gleðin ætlaði engan endi að taka. Markaðsgestirnir höfðu undrandi ver- ið vitni að því, er skeði, en nú byrjuðu þeir að heimta helj arstökkið, sem þeir höfðu verið sviknir um. En Ulrik veitti hrópum þeirra enga athygli, en var kjökrandi af stjórnlausri geðshræringu. Hrópin urðu hærri og hærri, og að síð- ustu skildist Ulrik, hvað um var að vera. Augnablik virðist hann verða undrandi, en allt í einu stökk hann í loft upp, sveiflaði handleggjunum og hrópaði: „Já, nú skuluð þið fá heljarstökkið!“ Á næsta augnabliki sveiflaðist hann hring í loftinu, einn, tvo, þrjá. Það varð þre- falt heljarstökk — og það var fyrsta og síðasta sinni, er Ulrik gerði það. Þar með var lokið þeim þætti í lífi Ulriks, er hann var sem atvinnu-íþrótta- J'naður. Hjálpin var komin, og- nú hugs- aði hann bara um að komast heim — heim svo fljótt sem unnt var. Hann vildi fyrir hvern mun, að Marietta kæmi líka, en hún vildi hvorki yfirgefa föður sinn né fara með hann til Noregs. Hann var fæddur í Italíu og þráði að komast þang- að. Hans heitasta ósk var að leggjast til hinstu hvílu í feðra jörð. Þegar Hans frændi heyrði, hvað Mari- etta hafði gert fyrir Ulrik, sýndi hann þakklæti sitt með því, að afhenda henni svo ríflega fjárupphæð, að faðir henn- ar gæti fengið ósk sína uppfyllta — og gamli maðurinn grét af gleði. Skilnaðarstundin var komin. Hún var sár bæði fyrir Mariettu og Ulrik. Þau grétu bæði, föðmuðu hvort annað og kysstust að skilnaði — því að þeim þótti orðið svo undur vænt hvoru um annað. En þau urðu að skilja. Þau héldu sitt hvora leið. Marietta og faðir henn- ar suður til sólbjörtu Ítalíu. Hans frændi, Ulrik og Níels á norðurvegu — Noregur kallaði. Nú skyldi ferðin ganga greitt, heim til þeirra, er biðu í óvissu. Fregnin um komu þeirra hafði bor- ist á undan þeim. Og þegar þeir sigldu inn fjörðinn, voru allir fánar við hún, og fólkið hrópaði húrra fyrir þessum dugmiklu og djörfu drengjum. Hvernig endurfundirnir voru, þarf ekki að skýra frá. En þess má geta, að faðir Ulriks gleymdi ekki að senda Hans Find, jóska hjáleigubóndanum, snotra fjárfúlgu fyrir hjálp hans við drengina. Það var nú stofnað til veislu fyrir drengina, og þar var einnig hrópað húrra fyrir þessum íösku drengjum, er höfðu lifað svo furðuleg æfintýri. Einnig við viljum hrópa húrra fyrir Ulrik Löve og félögum hans, er fyrir að vilja bjarga föðurlandi sínu, í'ötuðu í svo margar raunir, sem þeir mættu með karlmennsku. ENDIR.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.