Unga Ísland - 01.02.1939, Blaðsíða 10

Unga Ísland - 01.02.1939, Blaðsíða 10
20 UNGA ÍSLAND Ásmundur Sveinsson. Ásmundur Sveinsson er fæddur á Kolstöðum í Dalasýslu. Hann er bóndasonur og er uppalinn í sveit. Árið 1920 sigldi liann og tók að stunda nám við listaskólann í Stokk- hólmi. Þar lauk hann námi 1926. Næstu 3 ár vann hann að list sinni í París, en að því búnu hvarf hann heim til ætt- lands síns, og hefir unnið hér heima síð- an. Ásmundur er annar frægasti og af- kastamesti myndhöggvari þjóðarinnar. Hann hefur vinnustofu og listasafn á Freyjugötu J+3 í Reykjavík. Myndirnar: Efst til hægri, Huldu- konur. Neðst til vinstn, Piltur og stúlka. Á fyrstu síðu: Nýjasta högg- mynd listamannsins. Fyrsta hvíta móð- irin í Ameríku, kona Þorfinns karls- efnis.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.