Unga Ísland - 01.02.1939, Blaðsíða 15

Unga Ísland - 01.02.1939, Blaðsíða 15
UNGA ÍSLAND 25 Vetur gamli skraddari. Vetur gamli var sannarlega góður skraddari. Hann bjó í hvítu húsi — mjallahvítu húsi. Þakið var hvítt, glugg- arnir hvítir og dyrnar hvítar. Sjálfur var Vetur gamli skraddari alltaf í hvítum fötum. Síða skeggið hans, sem náði alla leið niður að hnjám var drif- hvítt, löngu hárlokkarnir voru silfur- hvítir og gleraugun hans tindruðu og glitruðu, rétt eins og í þeim væri feg- ursti ís. Já, það var hreinlegt í kring um hann Vetur gamla skraddara. Einn góðan veðurdag barst sú fregn út um víða veröld, að Vetur gamli skraddari væri búinn að auglýsa eftir 31 dags hjálp. Hann hafði víst mikið að gera gamli maðurinn, og meðhjálp- arinn átti helst að vera vanur skradd- ari. En það var dálítið skrítið hvemig þetta barst út, svona víða. Það voru þrestirnir, sem sátu á húsþökunum og trjágreinunum, vindurinn, sem þaut í skóginum og yfir slétturnar og fjöll- in, hundamir, sem röltu bæ frá bæ og hrafnarnir, sem sátu á fiárhúsunum, sem kölluðu þetta út um allt. svo bó að Vetur gamli hefði sett tilkynningu í útvarnið, þá hefði hún ekki hevrst víð- ar. Já, betta voru sannarlega góðir auglýsendur. Ferðamaður nokkur, að nafni Des- ember hevrði þessa frétt hegar-hann var á ferð í gegn um skóginn. Og þar sem hann var nú búinn að vera at- vinnulaus í ellefu mánuði, bá hraðaði hann för sinni sem mest hann mátti til hvíta hússins. og bað um vinnu. Henninn var hann — loksins fékk hann atvinnu. „Hana“, sagði Vetur gamli skradd- ari, um leið og hann sýndi hinum ný- komna vinnumanni efnin sín. „Þú verður að sauma úr eintómu hvítu, og svo áttu að brydda það með silfri. Hérna læt ég þig fá flauelið hvíta, sern er mjúkt eins og mjöllin, og hér ev1 svo blikandi stjörnur og silfurþræðir til skreytingar". „Gott og vel“, sagði Desember og settist svo að vinnu sinni. Hann vann nótt og dag án þess að unna sér nokkrar hvíldar. Hann saum- aði allar hugsanlegar flíkur: skvrtur, frakka, kjóla, jakka, buxur, sokka o. s. frv. Og á hverjum morgni kom Vetur gamli skraddari og tók á burtu hin ný- gerðu föt. Hann fór með þau út og breiddi þau á trén, runnana, steinana, heiðamar, fjöllin, göturnar og húsin — rétt eins og honum best þótti — svo allt varð eins og þakið snjó. Þegar 31 dagur var liðinn fékk Desember kaup- ið sitt og yfirgaf svo Vetur gamla skraddara. Þá flaug aftur út sú fregn, að gamla Vetur skraddara vantaði enn annan meðhjálpara í 31 dag. í þetta sinn drap ferðalangur að dyr- um á skraddarastofu Veturs gamla, og var hann líka búinn að vera atvinnu- laus í ellefu mánuði. Yfir sér hafði hann skikkju mikla, var í háum stígvélum, og geysimiklum kraga úr hvítu bjarnarskinni um háls- inn, en á höndum selskinnsvetlinga. Kvaðst hann heita Janúar, og óskaði eftir atvinnu. Þá sagði Vetur gamli skraddari: „Sá sem á undan þér var, reyndist ágætlega, en þó var galli á sniði hans, en hann var sá, að klæðnaðir þeir, er hann saumaði, reyndust alltof þunnir. Ég verð því að krefjast þess af þér, að þú saumir þykkar og hlýjar flýkur,

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.