Unga Ísland - 01.03.1939, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.03.1939, Blaðsíða 6
30 um með hinar hvítu, sterku tennur, svo þeir gleymi ekki þeim, sem þjást af hungri“. Þetta var sjakalinn — Tabaqui — sá sem étur leifarnar, sögðu úlfarnir, sem fyrirlitu hann allir vegna þess að ■ hann læðist um á milli dýranna með spellvirkjum og slúðursögum, og étur tuskur og allskonar úrgang á öskuhaug- unum niðri í dölunum meðan mennirn- ir sofa. En sannleikurinn er sá, að þeir óttast líka Tabaqui, vegna þess, að ekkei't dýr í skóginum fær eins oft æði og sjakalinn, og þá gleymir hann því, hversu hræddur, lítill og ræfilslegur hann er, og hleypur æðisgenginn í gegnum skóginn og bítur alla, sem á vegi hans verða. Jafnvel tigrisdýrið felur sig þegar Tabaqui tapar vitglór- unni, því að sjúkdómur þessi — æðið — er það hryllilegasta sem dýrin geta hugsað sér. Við mennirnir köllum þetta eiginlega hundaæði, en á máli dýranna í skóginum á Indlandi heitir það — dewanee — vitfyrringin — og þau flýa þá öll. ,,Líttu inn í grenið og sjáðu með eig- in augum börnin okkar“, sagði Úlfa- pabbi og bretti upp á trýnið, ,,en við eigum ekkert að éta handa þér“. „Ekki úlfamat", svaraði Tabaqui, ,,en ef til vill eitthvað handa ræfli eins og mér — gömul bein eru hátíðamat- ur. Við sjakalarnir getum ekki valið úr bestu fæðuna?“ Hann læddist innst inn í grenið þar sem hann fann gamlan hjartarlegg með þurum kjötflygsum, og hann nagaði þetta nægjusamur og saug merginn út úr leggnum. „Ástarþakkir fyrir þessa góðu mál- tíð“, sagði hann og sleikti raka snopp- una. „Dæmalaust eru þeir fallegir litíu hvolparnir ykkar. Að hugsa sér þessi -------------------- UNGA ÍSLAND stóru og skæru augu í ekki eldri börn- um. En því læt ég svona! Sannarlega hefði ég átt að muna að þau eru kon- ungborin!“ Nú vissi Tabaqui jafn vel og allir aðrir að það versta, sem hægt er að gera litlum börnum, er að hrósa þeim í áheyrn þeirra sjálfra, en hann glotti hræsnislega þegar liann sá gremju Úlfapabba og Úlfamömmu vegna þessa athæfis. Hann sat kyrr og naut árangursins af þessari illkvitni sinni, og svo bætti hann undirhyggjufullur við: „Shera Khan — sá stóri — hefir breytt um veiðistaði. Hann ætlar að vera á veiðum hérna í fjöllunum þar til fullt tungl skín yfir skóginum. Sjálf- ur hefir hann sagt mér þetta“. Shera Khan var tígrisdýrið, sem lifði í dalnum, sem var í hér um bil 5 mílna fjarlægð frá Waingungaánni. „Hann á engan rétt á því“, sagði Úlfapabbi önugur. „Skógarlögin banna veiðistaðaskipti án sérstakrar tilkynningar. Hann fælir hverja geit í burtu á 3ja mílna svæði, og einmitt um þessar mundir þarf ég að veiða handa tveim“. „Það var ekki að ástæðulausu, sem móðir hans kallaði hann Lungri“, þ. e. — hinn halti — sagði Úlfamamma þur- lega. „Hann hefir verið máttlaus í einni löppinni frá fæðingu, og þess vegna hefir hann aldrei drepið annað en hús- dýr. Nú hefir hann gert sveitafólkið í Waingunga bálvont með þessu fram- ferði sínu, og þess vegna kemur hann hingað til að reita fólkið til reiði, sem býr hérna niðri í dalnum. Það mun svo leita hans um allan skóginn, og við verðum neydd til að flýja með börnin okkar þegar mennirnir kveikja í skóg-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.