Unga Ísland - 01.03.1939, Blaðsíða 11

Unga Ísland - 01.03.1939, Blaðsíða 11
UNGA ÍSLAND 35 — Af hverju fer hún Gunnsa? Hann spurði mömmu sína þessarar spurningar frammi í búri. — Fer, hún fer af því, góði minn, að við getum ekki borgað henni neitt kaup. Við erum svo skuldug síðan við byggðum liúsið. Þú átt að flýta þér að stækka, svo að þú getir hjálpað pabba og mömmu. Já, verða stór, það var nú kannske einmitt það, sem hann vildi. En hvað var unnið með því? Það var skömmu eftir hádegið, að Gvendur á Grjóti kom og sótti Gunnsu. Hann kom á rauðblesóttum hesti, með rauðan klár fyrir vagni og annan mós- óttan, sem var laus. — Ætli að það sé ekki best að ég láti þig á þann blesótta, sagði Gvend- ur, þegar hann kom með söðulinn henn- ar Gunnsu út úr skemmunni. Gvendur var ekki neitt sérlega fríður maður og kominn af bernskuskeiði. Þau voru annars ekki svo ólík Gunnsa og Kann. Hann var langur og mjór, með stór- vaxnar hendur á löngum handleggjun- um, stórskorinn í framan, horaður og kinnfiskasoginn. andlitið veðurbarið og rautt af vetrarhríðum og sumarsól. — Ef til vill fannst Skúla ekki mikið til hans koma. Nú var Gunnsa að fara burtu frá Ilamri með þessum manni. Ástæða hefði verið til, að Gunnsa væri dönur. En það var hún ekki. Þvert á móti, hún brosti svo hýrt framan í Gvend, að Skúli minntist þess ekki, að hafa séð andlit hennar iafn glaðlegt. Honum þótti þetta skrítið og það var sem vinarhugur hans dvínaði að mun. Hún átti að vera hrygg. Gunnsa kvaddi alla með kossi. Já, ekki bara einum kossi, mörgum koss- um, kannske tíu. Svo varð hún hrygg og fór að gráta. Já, hún grét, en það var bara hljóðlaus grátur. Guðrún hús- freyja grét, og Sigga systir grét. Ólaf- ur grét ekki og Skúli Bjartmar grét ekki. Þeir voru karlmenn. En Gvendur frá Grjóti hélt í söðulbogann á baki þeim blesótta, þegar Gunnsa frænka sté í fótaskörina og vippaði sér upp í söð- ulinn. IJún brosti gegnum tárin í átt- ina til fólksins á hlaðinu og veifaði til þess með hendinni. — Verið þið sæl, sagði hún í síðasta sinn, síðan brosti hún til Gvendar og reið með honum úr hlaði, alfarin frá Hamri og brosti gegnum tárin móti nýju lífi. Eftir á hlaðinu stóðu hjónin og börnin. Guð- rún húsfreyja þurkaði sér um augun á svuntuhorninu sínu. — Bara að henni líði nú vel, blessuninni, sagði hún og sneri svo inn í bæinn til sinna starfa ásamt Siggu. Síðan fór Ólafur líka, en Skúli Bjartmar varð einn eftir á halð- inu og hafði nú séð raunveruleika æfin- týranna, þegar konungssonurinn frá ókunna landinu kom og sótti yngis- meyna, er hann hafði valið sér að brúði, fór með hana heim í ríki sitt og gerði hana að drottningu sinni. Mikil lifandi ósköp ætlaði kóngssonur- inn að vera góður við drottninguna sína. Þarna voru þau komin niður á eyrarnar. Hún reið spölkorn á undan á þeim blesótta. Hann kom á eftir, teymdi vagnhestinn, sem dró á eftir sér hina veraldlegu fjármuni Gunnsu. Það var aðeins Bleik gamla og svo fá- einar kindur, sem Gunnsa átti eftir á Hamri. Já, þarna héldu þau áfram nið- ur veginn, móti framtíð sinni, það hillti undir hina löngu fætur Gvendar, sem hann sve’flaði út í bláinn og inn að síðum þess mósótta í jöfnum tvískipt- um takti. Framh.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.