Unga Ísland - 01.03.1939, Blaðsíða 12

Unga Ísland - 01.03.1939, Blaðsíða 12
36 ÚNGA ÍSLAND Frá skíðamótinu í Hveradölum Skíðafélag Reykjavíkur efnir á hverju ári til landsmóts fyrir skíðamenn, við skála sinn í Hveradölum í vestanverðri Hellisheiði. Að þessu sinni fór mótið fram síðustu dagana í mars. Á efri myndinni sjást þrír þátttakendur, er gátu sér bestan orðstír á mótinu. — Talið frá vinstri: Magnús Kristjánsson ísa- firði, besti göngumaðurinn, Jón Þorsteinsson Siglufirði, frægasti stökkmaður- inn (hefir stokkið lengst 46 m.) og Jónas Ás- geirsson Siglufirði, besti skíðamaður, er keppti á mótinu, þegar tillit er tekið til mestrar hæfni í þessu þrennu samanlagt: göngu, stökki og svigi. Þá vakti það að vonum mikla athygli, að fræg- asti skíðamaður Norðmanna, Birger Ruud, var gestur Skíðafélags- ins þessa daga, og tók þátt í mótinu. Birger Rudd er heimsfrægur slcíða- maður og hefir hvað eftir annað borið sigur úr bít- um á alheimsmót- um í skíðakeppni, m. a. á vetrar-Ol- ympíuleikunum í Þýskalandi 1936. Birger Rucld og lcona hans. Yngsti áhorfandinn.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.