Unga Ísland - 01.04.1939, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.04.1939, Blaðsíða 6
46 UNGA ÍSLAND RUDYARD KIPUNG: 'BræBur Btowqli. Dýfl hefir Jakob Hafsfein. Framhald. Lög skógarins, sem aldrei bjóða neitt eða banna án þess að til þess liggi einhver orsök — banna dýrun- um að drepa menn og éta, nema í þeirri einu undantekningu, þegar þau eru að kenna börnum sínum að drepa, og þá því aðeins, að verknaðurinn sé framinn utan við veiðitakmörk ,,flokks- ins“, sem þau tilheyra. En orsökin, sem raunverulega liggur hér að baki er sú, að hvert manndráp verður til þess fyrr eða síðar að hvítu mennirnir koma ríð- andi á fílum með spjót og byssur og blys inn í skóginn og ráðast á dýrin. Og þá verða öll dýrin í skóginum fyr- ir reiði mannanna. Önnur ástæða er líka hér fyrir hendi, sem byggist á því innbyrðis áliti dýranna um mann- inn: að hann sé veikbyggðasta og ve- sælasta veran, sem til sé, og því ó- drengilegt að gera honum mein. Og svo segja dýrin líka, að mennirnir verði skorpnir og tannlausir. Hið seyðandi ýlfur varð æ sterkara og sterkara og endaði loks í hinu hryllilega veiðiöskri tígrisdýrsins ,,Aarh“. Og svo heyrðist vein, vein — sem öll dýrin önnur en Shera Khan myndu skammast sín fyrir. ,,Hann hefir misst bráðina“, sagði Úlfamamma. ,,Hvað er þetta?“ Úlfapabbi hljóp nokkur skref út úr greninu og þá heyrði hann hið vein- andi muldur í Shera Khan, þar sem hann læddist um skóginn. „Þessi asni. Hann hefir verið nógu heimskur til að stökkva á tjaldelda viðarhöggsmann- anna og auðvitað sviðnað á löppun- um“, sagði Úlfapabbi og glotti. „Og Tabaqui eltir hann“. „Það kemur einhver upp stiginn“, sagði Úlfamanna og sperti annað eyr- að. „Ertu viðbúinn?“ Það skrjáfaði í runnunum, og Úlfapabbi lagð- ist flatur með afturfæturna inn undir kviðinn — tilbúinn að stökkva. Og hefðir þú verið viðstaddur, þá hefðir þú nú séð eitt hið furðulegasta fyrir- brigði, sem hendir hér á jörðu — úlf, sem stöðvar sig í miðju stökki! Úlfapabbi þeyttist af stað áður en hann sá hvað það eiginlega var, sem hann stökk á, og svo reyndi hann að afstýra því. Afleiðingin var sú, að hann þaut 4—5 fet upp í loftið, og kom svo aftur niður svo að segja ná- kvæmlega á sama stað og þann, er hann stökk frá. „Maður“, gelti hann. „Mannabarn! Sjáðu“. Lítið, brúnt og nakið barn stóð og studdi sig við lág- vaxna grein. Það gat varla gengið ó- stutt, og nú stóð það þarna rétt fyrir framan Úlfapabba, svona lítil og mjúkleg vera, og aldrei hafði slíkur gestur gist í greninu hjá þeim úlfa- hjónunum. Litla barnið horfði framan í Úlfapabba og hló. „Er þetta mannabarn?" spurði Úlfamamma. „Svona snáða háfji ég aldrei séð fyr. Komdu með hann inn til mín“. Úlfur, sem vanur er að bera börnin sín, getur borið egg á milli tannanna án þess að brjóta það, og þó að Úlfapabbi biti í bakið á litla snáð- anum var þó ekki sýnileg hin minnsta skráma þegar hann lagði barnið niður á milli hvolpanna hjá Úlfamömmu. „Enn hvað hann er lítill! Og svona nakinn en hugrakkur!" sagði Úlfa-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.