Unga Ísland - 01.04.1939, Page 8

Unga Ísland - 01.04.1939, Page 8
48 UNGA ÍSLAND líka, að hún myndi berjast alveg til dauða. Þessvegna skreið hann urrandi út úr grenismunnanum og hrópaði: ,,Hver hundur þorir að gelta í sínu eigin greni. Við skulum nú sjá hvað ,,flokkurinn“ segir um þetta fóstur- barn ykkar. Ég á það, og það mun enda sitt vesæla líf á milli tanna minna — það skuluð þið fá að vita — þjófahiski!“ Úlfamamma lagðist laf- móð hjá hvolpunum, en Úlfapabbi mælti til hennar áminningarorðum: „Sannindin voru þó svo mikil í orðum Shera Khan, að eitt er víst, að við verðum að framvísa barninu á þingi „flokksins“ okkar. Viltu vinna það til?“ „Vinna það til“, gelti hún. „Hann kom hingað að næturlagi — nakinn, einmana og soltinn, og þó óttaðist hann ekkert! Sjáðu! Hann er þegar búinn að stjaka einum hvolpanna frá spenanum. Og halti slátrarinn hefði drepið hann og hlaupist á brott til Waingunga, en dalafólkið hefnt sín á okkur fyrir ránið. Vinna það til! Já, þú getur verið viss um það. Liggðu kyrr, litli froskur, ó Mowgli — því Mowgli, froskurinn, skal verða nafn þitt — og sá tími mun koma, að þú munt elta og drepa Shera Khan, eins og hann hefir elt og reynt að drepa þig“. „En hvað segir „flokkurinn“? sagði Úlfapabbi. Lög skógarins mæla skýrt fyrir um það, að sérhver úlfur, er gift- ir sig, geti yfirgefið sinn flokk; en undir eins og hvolpar hans eru orðnir svo stórir að geta gengið óstuddir, á hann að sýna þá flokknum, sem vaná- lega kemur saman einu sinni í hverj- um mánuði, þegar tunglið er fullt og skín yfir klettinum þar sem úlfaþing- ið er háð, svo að úlfarnir geti kynnst þeim. Eftir þessa framvísun geta hvolp- arnir hlaupið hvar sem þeim líkar, og hver úlfur í flokknum, sem drepur þá, áður en þeir hafa fellt hinn fyrsta hjört er morðingi og er réttdræpur hvar sem er. Og ef þú hugsar um þetta, munt þú sjá að svona á það að vera. Úlfapabbi beið þar til ungar hans gátu hlaupið spölkorn, og svo loksins hélt hann kvöld eitt til kletts- ins, þar sem úlfaþingið er háð með Úlfamömmu, hvolpana og Mowgli í för með sér. Staðurinn, þar sem úlfarnir héldu þing sitt var á fjallsbrún, sem þakin var stórgrýti og hamrabeltum, og voru þar felustaðir fyrir hundruðir úlfa. Akela — stóri, hvíti, einmana úlf- urinn, sem vegna kænsku sinnar og afls var foringi flokksins — lá á einni klettabrúninni. Rétt fyrir neðan hann sátu tugir úlfa á öllum aldri frá svört- um vetrungum, sem héldu að þeir gætu hjálparlaust drepið hjört í einu stökki, og svo ilbleikir öldungar, sem höfðu leikið sér af því svo tugum skipti. Akela var búinn að vera for- ingi þeirra í eitt ár. Tvisvar sinnum hafði hann dottið í úlfagryfju á sín- um yngri árum; og í annað sinn héldu mennirnir að hann væri dauður, því að hann hafði svo lengi legið meðvit- undarlaus eftir högg þeirra, og létu þeir hann því afskiptalausan; og af þessu getið þér séð, að Aela þekkti mennina og háttu þeirra. Það voru ekki haldnar margar ræð- ur á þinginu. Hvolparnir léku sér við hlið foreldra sinna. Stöku sinnum stóð

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.