Unga Ísland - 01.04.1939, Blaðsíða 11

Unga Ísland - 01.04.1939, Blaðsíða 11
UNGA ÍSLAND 51 7/7 kaupenda Unga Islands. Unga Island er 34 ára. Á þessum árum hefir eitt hið merkilgeasta tíma- bil gengið yfir þjóð vora og þegna. Þetta hefir verið tími frelsisbaráttunn- ar, tími fullveldisviðurkenningarinnar, tími framfaranna, tími bættra lífsskil- yrða og aukinna samgangna. En þetta hefir líka verið tími mikilla átaka og þungra erfiðleika á ýmsum sviðum þjóðlífsins — en slíkir tímar koma ætíð þangað, sem mikið er gert af litlum efnum. Unga Island hefir horft á þessa tíma, og lifað þá, um leið og það hefir fund- ið til sveiflanna, sem orðið hafa á milli Ijóss og skugga með þjóðinni. Það má éf til vill komast svo að orði, að Unga ísland hafi verið einn af þegn- um þjóðfélagsins, og efni hans og á- stæður skapast í samræmi við þau skil- yrði — eins og annara þegna þess — sem fyrir eru í landinu á hverjum tíma. En við vitum það öll, að breyttir tímar skapa breytt viðhorf á öllum sviðum, sem hafa í för með sér erfið- leika á hendur þeim, sem við það þurfa að búa — eða þá hið gagnstæða ¦— eftir því hvernig skipast hverju sinni. Eftir því, sem þegnum þjóðfélagsins hefir vegnað betur, þess betur hefir Unga íslandi vegnað, og lífi þess og framtíð verið borgið eftir því. Erfiðleikar undanfarandi ára hafa skapað það viðhorf, að stjórnendur lands vors hafa talið það nauðsynlegt, að lækká verðgildi íslenzks gjaldeyris, og þetta breytta viðhorf hefir barið að dyrum Unga íslands eins og annara þegna þjóðarinnar, og skapað blaðinu aukna örðugleika. I þessi 34 ár hafa vandamál þau, sem steðjað hafa að Unga íslandi — á stundum — ekki skapast innan frá. Blaðið hefir ætíð leitast við að flytja lesendum sínum f jölbreytt og valið efni — og það mun óhætt að fullyrða, að vel hafi tekist í þeim efnum, ef dæma má af þeim vinsældum, sem Unga Is- land hefir átt að fagna út um land allt frá lesendum sínum á öllum aldri. Þessu veldur, að jafnan hefir U. I. haft hina mætustu menn í þjónustu sinni, sem kunnað hafa skil á vilja og óskum æskunnar í landi voru, en það er hið unga Island — æska landsins, sem helgar sér blaðið og gefur því líf- rænan mátt. Það eru erfiðleikarnir utan frá, sem sveigt hafa hjör sinn að hjartastað Unga Islands, og stundum ógnað lífi þess. Það eru hinir f járhagslegu örðug- leikar. Hingað til hefir blaðinu tekist að yfirstíga þessa örðugleika, án þess að það yrði á kostnað innra efnis blaðsins eða útlits þess. Það hefir meira að segja hin síðari árin fært út svið sitt með útgáfu „Almanaks skólabarna", og nú fyrir skemmstu komið í „nýjum klæð- um", og hvortveggju þetta hefir aukið á vinsældir þess. En nú virðist alda örðugleikanna ríða hvað hæst, og stefna óðfluga að f jöri þessa f jölkynnta barna- vinar. örðugleikarnir eiga rót sína í því, hve kostnaðarsamt er orðið um útgáfu slíks rits sem Unga Island er, enda er blaðið ódýrara en öll önnur slík rit, eða sambærileg blöð.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.