Unga Ísland - 01.04.1939, Blaðsíða 12

Unga Ísland - 01.04.1939, Blaðsíða 12
52 UNGA ÍSLAND Fjárhagsástæður Unga Islands hafa versnað síðustu árin, svo eigi má leng- ur fram vinda á þann hátt. Forystumenn R. Kr. 1., sem er eig- andi blaðsins, hafa því nú falið rit- stjórum þess að rannsaka þær leiðir, sem fara má til að forða blaðinu frá fjörtjóni, og reisa því um leið viðun- andi starfsgrundvöll. Gaumgæfilega og nærgætnislega hafa aðstæður verið athugaðar, og reynt að finna farsæla lausn á vandamáli þessu, sem sé tvennt í senn: réttlætanleg og um leið ekki verulega tilfinnanleg. Hér koma eðlilega fleiri sjónarmið til greina, en þegar öll kurl eru til grafar komin, þá sýnist ekki nema ein leiðin faranleg, sem bjargað gæti blaðinu, en hún er sú, að hækka söluverð bess IU" kr. 2,50 upp í kr. 3,00 árganginn. — Oss dylst ekki, að leið þessi er ekki vænleg til vinsælda, en við teljum að hjá henni verði ekki komist að þessu sinni. Það yrði of langt mál hér, að telja allt það, sem til greina gat komið í þessum efnum. En Unga Island vonar það, að kaupendur þess beri það traust til útgáfustjórnenda þess, að þeir trúi þeim til að velja þá lausnina, sem bezt fær trygt áframhaldandi útkomu blaðs- ins og varanlegt líf þess. Um leið bera útgefendurnir það traust til kaupenda Unga íslands — að þeir bregðist ekki illa við þessu, og um fram allt greiði blaðið skilvíslega, því að vitanlega er það eitt höfuðatriðið í lausn þessa vandamáls. Með kærri kveðju. F.h. Unga íslands. Arngrímur Kristjánsson. Jakob Hafstein. Þretfándaskemmtunin. Þegar við komum í skólann eftir jólafríið, 3. janúar, flutti Áslaug, kennarinn okkar, þann gleðiboðskap, að hún ætlaði að halda skemmtun á þrettándanum fyrir okkur skólabörn- in. Skyldi þar verða jólatré og önnur skemmtun eftir föngum. Áttum við að hjálpa til að búa út skraut á jóla- tréð, en Áslaug gaf allt efnið, tréð og góðgætið. Þrjú okkar skólabarnanna áttum að lesa upp sögur og kvæði, og öll átt- um við að syngja sálma og lesa kvæði í kór. Ég beið þrettándans með eftirvænt- ingu. Tíminn þokaðist hægt en leið þó. Og dagurinn rann upp, en ekki bjart- ur. Loftið var alskýjað og snjókoma nokkur. Útlitið var ekki glæsilegt með skemmtunina okkar. Hvernig stóð á þessu, hugsaði ég, það er þó sagt, að það gefi hverjum svo, sem hann er góður. Vorum við þá svona vond? Nei, það gat ekki ver- ið. Þegar leið á morguninn fór að greiða til í lofti, og loks barð bjart og gott veður. Ekki erum við þá svo afleit, hugsaði ég, og bjó mig í skyndi til ferðarinnar. Færðin var ekki góð, þó snjórinn væri ekki mikill, en jörðin var þíð og blaut undir snjónum. Ferðalagið gekk þó sæmilega, og kom ég með þeim fyrstu á samkomustaðinn. Þó veðurút- litið væri slæmt um morguninn, komu nú flestir skólakrakkarnir, en fátt kom af fullorðnu fólki, þó allir for- eldrar barnanna væru jafn velkomnir. En ekkert skyggði það á okkar á- nægju, við skemmtum okkur hið besta,

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.