Unga Ísland - 01.04.1939, Síða 13

Unga Ísland - 01.04.1939, Síða 13
UNGA ÍSLAND 53 og þeir fáu fullorðnu, sem þarna komu, ásamt kennaranum, gerðu allt sem þeir gátu til að auka gleði okkar, og gera skemmtunina okkur sem minnisstæðasta. Kennarinn setti skemmtunina með nokkrum orðum til okkar krakkanna og annara þeirra, er komnir voru. Þá áttum við krakk- arnir að fara að skemmta öðrum fyrst og fremst, og svo sjálfum okkur. Ég veit ekki hvernig okkur tókst að skemmta þeim fullorðnu, en okkar ánægja var óblandin. Fyrst lásum við kvæði í kór. Þar næst lásum við þrjú upp sögur. Þegar skyggja tók, var kveikt á jólatrénu, sem var alþakið skrauti ásamt margvíslega litum og löguðum pokum með góðgæti í. Tók- ust nú allir í hendur og gengu í kring- um jólatréð og sungum við nú jóla- sálma. Þegar við höfðum gengið þann- ig um stund og sungið, þá voru sæl- gætispokarnir teknir af trénu og sett- ist hver með sinn poka. Þegar átið gekk sem greiðast, var barið að dyr- um og inn kom, ja, hver haldið þið? Þar var kominn stór hvítskeggjaður jólasveinn. Mörgum okkar brá og öll urð- um við undrandi. En þegar hann settist hægur og prúður á bekkinn hjá okkur og fór að tala við okkur og segja okk- ur sögur, fannst okkur skemmtunin enn fullkomnari. Eftir brottför hans fórum við að dansa og leika okkur. Var nú farið að hugsa til heimferð- ar. Mikið fann ég sárt til þess hversu jafn smá við vorum öll, að ekkert okk- ar skyldi geta með örfáum orðum þakkað okkar kæra kennara fyrir allt, sem hann hefir fyrir okkur gert, bæði þarna og annars staðar. Jóhanna I. Þorbjörnsdóttir. (13 ára). Lincoln og trumbuslagarinn. Abraham Lincoln, hinn göfugi for- seti Bandaríkjanna, er barðist fyrir af- námi þrælahaldsins — kom einn kald- an nóvemberdag til skrifstofu sinnar, þar sem fjöldi manns beið, til þess að hafa tal af honum. í hópnum kom hann auga á lítinn, veiklulegan dreng á að gizka 13 ára að aldri. „Komdu hingað, drengur minn, og segðu mér hvers þú óskar“, sagði for- setinn. Drengurinn kom, studdi hendinni á stól forsetans og sagði: „Ég hefi í tvö ár verið trumbuslagari við eina her- deildina, en herfylkisstjórnin reiddist mér og rak mig. Ég hefi nú verið veik- ur og legið lengi á sjúkrahúsi, og það er fyrst í dag, sem ég er úti — og svo gekk ég hingað til að spyrja, hvort þér gætuð nokkuð hjálpað mér“. Lincoln leit vingjarnlega á hann og spurði, hvar hann byggi. „Ég á ekkert heimili", ansaði dreng- urinn. „Hvar er faðir þinn?“ „Hann féll í stríðinu. Mamma er einnig dáin. Ég á enga foreldra, engin systkini og enga vini til að hjálpa mér“, sagði drengurinn og brast í grát. Lincoln viknaði við — en spurði: „Geturðu ekki selt blöð?“ „Nei, ég er of máttlítill, en læknir- inn á sjúkrahúsinu sagði samt, að ég yrði að fara, en ég veit ekki, hvert ég á að fara“. Lincoln tók þennan vinalausa dreng að sér, og snáðinn komst fljótt að raun um, að það var gott að hafa forsetann að vini.

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.