Unga Ísland - 01.04.1939, Page 14

Unga Ísland - 01.04.1939, Page 14
54 UNGA ÍSLAND STEFÁN JÓNSSON VINIR VORSINS Framhald Á hlaðinu á Hamri stóð Skúli litli Bjartmar og horfði á eftir þeim. Hann var kannske ekkert hryggur meir. Og þó — það var sem raskað hefði verið ró atburðanna með þessari snöggu breytingu, sem kom honum svo óvænt. Hann hafði unað þessu vel eins og það var, en nú fyllti óhugur brjóst hans. Var það grunurinn um, að ýmsar fleiri breytingar lægju í launsátri og sætu um færi að smeygja sér inn í líf hans í næstu framtíð? Hægur blær andaði af suðri og boð- aði komu hins langþráða vors. XIV. Kaupstaðarferð. Þið, sem eigið heima í fjölmenni bæj- anna. Þið, sem eigið heima í sveit, þar sem fjarlæðir eru að engu orðnar vegna fullkominna vega og góðra samgöngu- tækja. Þið, sem sjáið stóru hafskipin nálgast og hverfa í tiginni ró eftir bláum öldum hafsins. Þið, sem gegnum svefninn heyrið þyt bifreiðanna strjúk- ast framhjá gluggunum ykkar á næt- urnar og sjáið flugvélarnar kljúfa loft- ið yfir höfði ykkar á daginn. Þið eigið sjálfsagt erfitt með að átta ykkur á því, hve gjörsamlega ólíkt það er því að eiga heima uppi í afdal milli ís- lenskra fjalla, hafa ekki neitt af þessu séð og vera þó orðinn níu ára. En um vorið var það einn morgunn, er Skúli Bjartmar var ný risinn úr rekkju, að honum varð litið niður á eyrarnar. Og sjá! Þar kom eitthvert svart ferlíki, sem æddi áfram með dunum og dynkj- um og gekk upp og niður eftir óslétt- um og ílægum veginum. — Það er bíllinn með girðingarnetið, sagði Ólafur bóndi. Síðan þutu báðir feðgarnir niður fyr- ir túnið til að taka á móti þessum skrítna gesti. Þarna kom hann öslandi á móti þeim og drynjandi, og vegurinn, þessi nýi vegur, sem Skúli Bjartmar og jafnvel faðir hans höfðu verið svo upp með sér af, gekk í bylgjum undir þess- um risa og á stöku stað grófust hjólin niður úr malarofaníburðinum og skáru langa skurði í blessaðan veginn, sem næstum var ofmjór fyrir þetta bákn. Þar sem veginn þraut, tók við slétt eyrin neðan við túnið, þar staðnæmdist ferlíkið — og jörðin nötraði. — Er mér óhætt að fara út á þennan eyrar skolla? spurði bílstjórinn og stakk höfðinu út um glugga, því á þessu ferlíki var dálítið hús með glugga. Andlit mannsins var eldrautt og sveitt, hárflóki yfir enninu og borða- lögð húfa óhrein á skakk aftur á hnakka. — Já, það er alveg óhætt, sagði Ól- afur, en Skúli Bjartmar stóð í hæfi- legri fjarlægð, gapandi af ótta og undr- un, hræddur um að þetta ferlíki færi ofan á sig. Kannske var því alveg sama um líf svona lítils drengs? — Ætli ég liggi ekki í henni? sagði bílstjórinn. Það hefir stöðugt legið við að ég sæti fastur hér neðan að, betta er auma vegagreðin hjá ykkur, bað er þakklætisvert það, sem þið hafið ekki lagað. Ég hefi aldrei séð slíka for- smán. Nei, Ólafur vildi ekki fara að skatt- yrðast við manninn. Ónei, hann bara

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.