Unga Ísland - 01.04.1939, Síða 15

Unga Ísland - 01.04.1939, Síða 15
55 UNGA ÍSLAND ------------------------ klóraði sér í höfðinu með dálítinn ó- ánægjusvip á andlitinu. Þær voru komn- ar þarna líka Sigga og Guðrún hús- freyja og nú stóð þá allt fólkið á bæn- um þarna og tók þátt í þessum mikla atburði, sem átti engann sinn líka hér á þessum stað frá því hér fyrst var byggður bær fyrir mörg hundruð árum síðan. — Jæja, ég ætla þá að reyna að snúa mér áður en ég losa mig, sagði bílstjórinn. — Birr — birr — irr — irr birr — birr. — irr — irr. Birr irrrr irrr, en bíllinn hreyfðist ekki að heldur. Nú sagði bílstjórinn ljótt og stökk niður úr sæti sínu með heilmikinn járnflein í hendinni, sem hann síðan stakk framan í ófreskjuna. Hann hafði auðsjáanlega ráð undir hverju rifi, maðurinn sá. — Síðan sneri hann og sneri teininum, stritaði og stritaði, en ekkert gekk. Það var bara eins og báknið fengi tröllauk- inn hiksta öðru hvoru, en að lokum kváðu við ógurlegar drunur inni í mag- anum á ferlíkinu, Skúli Bjartmar hrökk við, bílstjórinn leit sigri hrósandi á viðstadda og stökk upp í sæti sitt, fjöll- in bergmáluðu hávaðann og bíllinn rann út á flötina. Var nú farið að losa af bílnum. — Það er betra að kunna á þá bessa, sagði Ólafur. Maðurinn lét vel yfir því og spýtti um tönn. Skúli Bjartmar var viss um, að bíl- stjórar væru mestu menn í heimi, en Guðrún húsfreyja vildi gefa manninum kaffi, og var það samþykkt. Fór þá fólkið heim allt nema Skúli. hann varð eftir og notaði tímann til að skoða furðuverkið. — Þarna stóð bíllinn og horfði sínum blindu augum fram á veg- inn, sem hann hafði komið eftir fyrir nokkrum mínútum. Já, þarna lá vegurinn, mjór og lítil- fjörlegur vegur, en þó var þetta veg- urinn, sem lá út í heiminn. En þessi gaddavír og girðingarstólpar áttu ekki að staðnæmast á Hamri fyrir fullt og allt. Ónei, þeir áttu að fara uppi á fjall og bíllinn kom aftur og aftur og alltaf var húfan bílstjórans eins skökk, hárið eins úfið og fötin óhrein. Svo var nú það — og einn daginn fékk Skúli að sitja á bílnum niður á eyrarnar og mamma hans og systir. Hvílík dýrð! En Bensi? Hvað haldið þið, að hann hafi sagt um þetta? Ford-skrjóður, sagði hann með fyrirlitningu. — Bara eldgamall og ljótur Ford-skrjóður. En svo einn daginn komu menn úr sveitinni með marga hesta og nú var farið að flytja girðingarefnið inn á fjallið. Skúli hafði gaman af að fylgj- ast með því, þegar verið var að búa upp á hestana og loks fór lestin af stað. Ho—ho—ho, sögðu mennirnir, klárarn- ir stundu og dæstu, það marraði í sil- unum við klakkana og svo var haldið eftir götuslóðunum inn með ánni og síð- an upp Sneiðar; hestur gekk á eftir hesti — hægan og seinan, jarpir, brún- ir, rauðir, gráir og skjóttir, hurfu þeii upp af brúninni. Þannig hurfu líka dagarnir — dagur á eftir degi, áfram, áfram. Ánamaðk- arnir gægðust upp úr moldinni, fugl- arnir sungu og grasið spratt eins og í fyrra. Vorið leið. Þá var það einn daginn, að Skúli Bjartmar fór að heiman og ætlaði nú að fara að sjá sig um í heiminum. Hann átti sem sé að fá að fara út á

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.