Unga Ísland - 01.04.1939, Blaðsíða 16

Unga Ísland - 01.04.1939, Blaðsíða 16
56 UNGA ÍSLAND Tanga, þegar pabbi hans færi með ull- ína. — Það er erfitt að sofa nóttina áður en maður leggur af stað út í heiminn. — Hvernig sem Skúli bylti sér gat hann ekki fengið þennan heim til að hverfa úr vitund sinni, tifið í klukkunni á veggnum, hægur vorblærinn við gluggann. — Já, meira að segja sjálf þögnin þrýsti sér svo inn í höfuð hans gegnum eyrun, að þar var eiginlega stöðugur hávaði. Birta næturinnar smeyðgi sér gegnum augnalokin og leið inn á heilann, hversu vandlega sem hann lokaði augunum. Svo galar han- inn, þrisvar — fjórum sinnum, og þá fer pabbi loks að klæða sig og ná í hestana, en mamma hitar morgunkaff- ið. Skúli klæddist, honum hafði ekki komið dúr á auga. Klukkan var sex og nú lögðu þeir af stað feðgarnir. Ólafur teymdi vagnhestinn, en á vagn- inn hafði hann hlaðið ullarpokum. Og bíðum við! Þarna var einhvers staðar ofurlítill posi, sem Skúli átti. Það voru hagalagðarnir hans. Hann átti engan hnakk enn þá, hann Skúli litli, og varð því bara að sitja á strigapokum og gæruskinni, en Skjóni hans var bezti hestur í heimi. Aftan í vagninn var hnýtt hesti, sem hafði söðulinn hennar mömmu á bakinu, hann átti að vera fyrir kaupakonuna, sem von var á frá Reykjavík. Þegar komið var á móts við Holt, slógust í förina vinnumaður þaðan og vinur okkar Bensi. Þeir fóru með fjóra vagna hlaðna af ull og auk þess nokkra lausa hesta, sem áttu að vera undir kaupafólk. Hildur gamla hafði frétt að Skúli ætti að fá að fara í kaupstaðinn og þá fannst henni auðvitað sjálfsagt, að Bensi færi líka. Veðrið var fagurt. Skap ferðamann- anna gott. — Það er nú ekki mikið að sjá á Tanganum, sagði Bensi, þetta er bara smáþorp með nokkra húskumbalda hér og þar á stangli. Þér finnst það nú kannske talsvert, þú hefir ekki séð Reykjavík eins og ég. Nei, hann hafði ekki séð Reykjavík. Óþarfi að tala um það, fannst honum. Hann vissi það svp sem. Hann sá ekki ástæðu til að svara þessu, en starði niður á faxið á Skjóna, sem skiptist eftir miðjum makka og bylgjaðist til við göngulagið. Þeir voru brátt komn- ir niður úr dalnum og útsýnið víkkaði yfir héraðið eftir því sem lengra dró. Hvít steinhús í grænum túnum blöstu við auga. — Hvaða bær er þetta? — Þannig spurði Skúli aftur og aftur. Jú, hann hafði kannske heyrt bæina nefnda áður, en að þeir væru svona, því haf ði hann ekki búizt við. Nei, hann hafði aldrei gert sér í hugarlund að til væru bæir, sem ekki stæou undir neinu fjalli. Hjákátlegt að eiga heima á slík- um bæ. Þarna kom bíll í brunandi ferð á móti þeim. Sá var nú sjáandi, svartur og spegil gljáandi. Hestunum leist ekki á þennan grip. Allt fór í bendu. Hest- arnir ryktu í taumana, sneru sér þvert á veginn, blésu og prjónuðu og höfðu næstum velt vögnunum út í skurð. — Skjóni þaut út í móa, án þess að Skúli fengi tauti við hann komið. Bílstjórinn varð að nema staðar, meðan ferðamenn- irnir spentu hræddustu hestana frá og ólafur á Hamri sagði honum það hreint út, að þessir bílar væru til þess eins

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.