Unga Ísland - 01.04.1939, Side 17

Unga Ísland - 01.04.1939, Side 17
57 UNGA ÍSLAND ------------------------- að fæla fyrir manni skepnurnar og gera manni erfitt fyrir. Hvort hann hefði ekki séð, að hestarnir voru hrædd- ir? — — Þið ættuð sjálfir að geta varð- veitt ykkar fælnu bykkjur, ég má ekki vera að stússa í því, ég þarf að komast leiðar minnar. Ég á veginn einsog þið, sagði bílstjórinn. Skúli hafði farið af baki og heyrði þessi orðaskipti. — Honum fannst pabbi sinn hafa rétt fyrir sér, en nú var skrúfuð niður rúða í bílnum og bros- andi stúlkuandlit kom í ljós. I mjalla- hvítri hendi hélt stúlkan á hvítum sí- valningi, sem blár reykur liðaðist frá út í geiminn, en hún réði líka yfir annarri mjallhvítri hendi, sem hélt á stórum súkkulaðipakka. — Halló, litli! kallaði hún til Skúla, sem hélt þarna í Skjóna sinn. Má ég ekki bjóða þér súkkulaði? En Skjóni vildi ekki leyfa húsbónda sínum neina óhófssemi, hann spyrnti fótum við jörðu og lét ekki þokast um fet nær bílnum. Fleiri hlægjandi andlit komu í ljós, en Skúli mátti ekki vera að því að athuga þau, hann togaði og togaði í tauminn, sárgramur yfir ó- kurteisi Skjóna. — Eigðu pakkann, góði, var kallað og pakkinn kom fljúgandi að fótum hans. Lágur þytur kvað við, nokkrir stein- ar flugu út á vegarkantinn frá hjól- um bílsins og svo rann hann burtu og skildi eftir einkennilega framandi lykt í vitum Skúla Bjarmtars og blátt reykj- arský á veginum. Hann var horfinn, en ferðamennirnir strituðu sveittir og óánægðir við að koma hestunum fyrir vagnana á ný. Þessi saga endurtókst með nokkuð svipuðum hætti í hvert skipti, sem þeir mættu bíl. En lestin þokaðist nú áfram eigi að síður. Veðr- ið hélst gott. Það hafði létt til þeim þokulæðingi, sem sést hafði í loftinu um morguninn og nú skein sólin í allri sinni dýrð yfjr landið. En bíðum við, hvað var þarna fram undan? Ógur- lega stórt vatn eða hvað? Það var Skúli, sem spurði. — Þetta, sagði Bensi, þetta er nú sjórinn. Skúli starði hugfanginn á þennan töfrandi gljáa sjávarins. Svo þetta var sjórinn! — En þetta er ekkert vatn, sagði hann, er þeir fóru niður á Tangann, svo að sjór varð til beggja handa. — Þetta er ekkert vatn, endurtók hann, þetta er bara sandur. Sko, manninn þarna úti, hann er á hesti. Heldurðu að hann riði svona á sjónum. Nei, hann Skúli lét nú ekki gabba sig, Þetta er enginn sjór. Bensi gretti sig. — Þetta er nú sjórinn samt, hann er bara svona lítill núna. Það er fjara og hérna lengst fram undan er sjór- inn, þar er hann grænn. Núna er sjór- inn svo lítill en bráðum verður hann mikill og þá flýtur hann hér upp um allt. Það er fjara. — Hvað er fjara? — Fjara, það er bara fjara, þegar sjórinn er lítill. — En af hverju verður sjórinn lítill? spurði Skúli. Það vissi Bensi ekki. Þeir spurðu fullorðnu mennina. En þeir vissu það eiginlega ekki heldur. — Hvað er það sem forvitinn vill ekki vita? sagði Ólafur. Nei, þessu gat hann ekki svar- að. Framh.

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.