Unga Ísland - 01.04.1939, Blaðsíða 18

Unga Ísland - 01.04.1939, Blaðsíða 18
58 UNGA ÍSLAND KISA FRÁ HLÍÐ. „Mjá“ sagði kisa og mjálmaði hátt ein úti í skoti, hún átti svo bágt. í kassa hún fæddi ketlinga-fans. Kveið hún því máske að koma þeim til „manns“. — Að koma þeim í heiminn var kannske ekld verst. En ef þeir yrðu drepnir. — það yrði kvölin mest. Átta voru drepnir, en einn varð henni hjá. Upp rak hún kisa aumkunarlegt mjá. Engan þessara átta aftur hún sá. Traustið til mannanna msiti hún þá. í kjaftinn þennan eina hún kisa einbeitt tók. og laumaðist um nótt út í lamb- húshlöðukrók. Allir fóru að leita, en árangurslaiíst. í hlöðunni faldi hún sig fram undir haust. Hún leitaði til fjalla, er lömbin komu í hús. Friðaði þar hungrið með fugli eða mús. Með syninum ein uppi í urðum hún býr, vesalings einmana útilegudýr. — Hugurinn hvarflar að eldstóar-yl. Hér má hún stríða við hungur og byl. Sér hún í huganum Sigga frá Hlíð. Oft hafði hann sýnt henni atlotin blíð. Draumarnir hverfa út í deyjandi tóm. Sumarið kemur með sólskin og blóm. Þá læðist hún kisa um lynggróna hlíð. Seiðandi mátt hefir sumarnóttin blíð. Í fuglanna ríki, í frelsi og ró, gleymir hún vetri, gaddi og snjó. Átta liða vetur, enginn veit neitt. Ellin markar rúnir, útlit kisu er breytt. Líkaminn er liertur við hríðar og fönn. Skapið er úfið sem ólgandi hrönn. — Um frostkaldan vetur, í fannkyngi og hríð og svartnætti, villtist Sigurður frá Hlíð. Leitar hann bæja með lamaðan þrótt, öfug er stefnan og ömurleg nótt. Fellur hann niður í forstkaldan snjó, sigur þá að honum svefnhöfgi og ró. Frá honum örskammt í urðinni býr hungrað og einmana útilegudýr. Fannbarinn lcöttur fikrar sig nær, búinn til varnar er kjaftur og klær. Háð er um augnablik helþrungið stríð, sigrað af minningu um Sigurð í Hlíð. Svo leggur hún trýnið sitt, loðið og grátt og magurt á kinn hans og mjálmar hátt.—

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.