Unga Ísland - 01.05.1939, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.05.1939, Blaðsíða 4
62 batnaði nú skapið við þetta. Ég sný nú heim á leið og mæti þá vinnukon- unni, og var hún búin að setja kaffi á aðrar flöskur og fékk mér þær og sagði mér að flýta mér. Ég fór nú af stað í annað sinn og komst slysalaust með kaffið. En þegar ég var á heim- leiðinni, sá ég hvar boli hafði losnað úr bandinu og stökk áleiðis til mín. Ég tek nú til fótanna og hleyp á allt, sem fyrir verður og tek ekki eftir, að rétt fyrir framan mig er lítil tjörn, og hleyp ég í ósköpunum ofan í tjörn- ina. Ég fer að hágráta og kalla á hjálp, og kom nú allt fólkið hlaupandi til að bjarga mér og reka bola frá. Ég var borin heim og háttuð ofan í rúm og fór að iðrast synda minna og hugs- aði með mér, að það borgaði sig ekki að gera það, sem maður er beðinn um, með ólund. H. W. Þegar ég dvaldi í sveitinni. Ég' fer alltaf í sveit á sumrin og dvel þar oftast í fjóra mánuði. Ég fer oft- ast í byrjun júní og kem aftur sein- ast í september, rétt áður en skólinn byrjar. Ég lief alltaf nóg að gera í sveitinni, því að alltaf verður maður að vera að vinna um sláttinn. Bærinn, sem ég er á, heitir Suður-Vík í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu. Það er skemmtilegur bær, og þar er líka gott fólk. Ég hef alltaf nóg að gera, sækja hesta, reka kýrnar og sækja þær og flytja þeim heyið af engjunum. Á haustin er litlu lömbunum smalað sam- an til þess að slátra þeim. Það er leið- inlegt fyrir iitlu lömbin að þurfa að deyja svona ung. Þar sem ég er í sveit, eru miklir hamrar og verpir þar ------------- unga ísland töluvert af fýl. Seinast í ágúst er sigið í hamrana, og eru þá ungarnir, sem eru orðnir stálpaðir, teknir. Mörgum finnst fýllinn mesta sælgæti, en ekki finnst mér hann samt góður. Þegar slátturinn er búinn, sem er oftast um miðjan september, þá fer ég heim litlu seinna. Mér finnst að sem flest börn, sem geta, ættu að fara í sveit, því að það er áreiðanlega hollt fyrir þau að fara úr rykinu og óloftinu í Reykja- vík, upp í sveit, þar sem loftið er svo tært og heilnæmt. S. J. Besta leikfang, sem ég hefi eignast. Besta leikfang, sem ég á, er brúðan mín. Hún er með ljóst hár, blá augu og rauð í kinnum og hefir öll fegui'ð- areinkenni, sem til eru. Hún situr heima í stólnum og rífur eða tætir ekki neitt, heldur situr alveg grafkyr og er svo hrifin af kjólnum sínum. Hún vill heldur vera inni í stofu hjá fullorðna fólkinu, heldur en hjá bangsa í litlu stofunni sinni og litlu brúðunum. Önn- ur þeirra er handlama og gerir lítið gagn, en aftur á móti er hin heil- brigð og gerir öll húsverkin á því heimili. Hún á rúm og þar sefur hún, og þegar hún er í góðu skapi, leyfir hún bangsa að sofa til fóta. En mest finnst henni gaman að fá að vera úti í glugganum og horfa út og sjá börn- in leika sér. Stundum þegar ég horfi í augun á henni, þá finnst mér hún lifna við, og ég verð hálfhrædd við hana. Skrokkurinn er Ur gifsi, en hausinn úr gleri og augun líka. Hún er svo eðlileg, sem nokkur brúða getur verið. Ég fékk hana, þegar ég var sex

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.