Unga Ísland - 01.05.1939, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.05.1939, Blaðsíða 5
RUDYARD KIPLING: UNGA ÍSLANÖ ----------------------- ára, og nú er ég tólf ára. Þá er brúð- an sex ára, og ekki stækkar hún mikið. Ég á líka bangsa, sem ég fékk þegar ér var tveggja ára, og hann er búinn að missa annað eyrað og er dálítið heyrnardaufur, sem von er. Bangsinn og brúðan, sem heitir Anna Lísa, eru bestu leikföngin mín, og mér þykir vænst um þau. Þ. C. Besta leikfang, sem ég hef eignast. Þegar ég var sex ára, var mér gef- inn bátur af ókunnugum manni, sem var á norsku hvalveiðaskipi. Nefndi ég bátinn „Aldan“. Fyrsta sinn, sem ég sá bátinn hjá manninum, gerði ég mér í hugarlund, að ríkasti maður í heimi myndi eiga hann. En það var nú ekki. Þetta var einhleypur og fátækur mað- ur. Hann sagðist hafa fundið hann á reki á ísafjarðardjúpinu. Báturinn var sextíu sentimetra langur og tólf senti- metra breiður. Á honum var „lúkar“ með rennihurð á, sem var hægt að draga til. Eins var með stýrishúsið, en inni í því var stýri, sem var hægt að snúa til. Það voru líka segi á bátnum, og mátti draga þau niður og upp, eft- ir vild. Neðan á byrgðingnum var þunn járnplata til hlífðar trénu. Mig fýsti að sjá hvernig báturinn sigldi og fékk föður minn til að hagræða seglunum. Mjög þótti mér báturinn tígulegur, er hann slagaði fram og aftur um ísa- fjarðardjúp. Var hann sóttur á árabát. Þegar ég var orðinn 10 ára, var ég í sveit vestur á Mýrum. Var ég þá með bátinn. Var vindur á austan og hugði ég að láta bátinn sigla hliðarvind. Tókst það lengi vel, en þegar ég ætl- 63 'fírœður 'TTCowcjli. Dýil helir Jakob Hafsiein. Framhald. „í fyrsta lagi er það skammarlegt að drepa nakið barn. Og í öðru lagi getur það orðið ykkur að miklu liði að láta hann vera með ykkur. Baloo hefir mælt með honum. Og nú býð ég ykkur uxa — feitan uxa, nýdrepinn, spölkorn héðan, eí þið viljið viður- kenna mannabarnið, eins og lögin heimila. Er erfitt valið?“ Öskur og köll ótal radda hljómuðu: „Hversvegna ekki? Hann deyr hvort eð er í vetrarrigningunum, og sólin mun brenna hann til dauða. — Hvaða mein getur nakinn froskur gert okkur? Látum hann bara hlaupa í (,.flokknum“. Hvar er uxinn, Bag- heera? Við viðurkennum frelsi hans“. Þá hljómaði aftur rödd Akela: „Sjáið, rannsakið hann gaumgæfilega, ó, úlf- ar!“ Mowgli var svo önnum kafinn að leika sér að smásteinum, að hann veitti því alls engan gaum að úlfarnir komu einn og einn og athuguðu hann. Loks hlupu þeir allir niður fjallið til þess að gæða sér á dauða uxanum, svo að eftir urðu á þingstaðnum aðeins Akela, Baloo, Bagheera, Mowgli og úlfarnir hans. Öskur Shera Khan aði að taka bátinn, var hann horfinn mér sýnum. Ef hann hefir ekki kom- ið einhversstaðar að landi, þá siglir hann úti á hafinu bláa. — Svo lýk ég þessari sögu með því, að ég hef víst grátið mig í svefn. li. Þ.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.