Unga Ísland - 01.05.1939, Blaðsíða 16

Unga Ísland - 01.05.1939, Blaðsíða 16
74 UNGA ísland Sheridan og sláirarinn. Það var um 1800, að enski gaman- leikahöfundurinn Sheridan tók sér á hendur gönguferð til Norður-Englands. Kvöld nokkurt kom hann örþreyttur til lítils bæjar, þar sem öll gistihús voru yfirfull, þar eð markaður var í bæn- um. Að síðustu bauð þó einn gestgjaf- inn honum að deila sæng með öðrum gesti: „En ég vil strax vara þig við honum“, sagði gestgjafinn, „hann er slarkari og alræmdur slagsmálahund- ur, sem setið hefir í fangelsi minnsta kosti fimm sinnum. Ég tek yður sem sagt engan veginn í ábyrgð“. Sheridan tók samt á móti boðinu og gekk upp í herbergið, þar sem slátrar- inn lá og hraut í ágætis tveggja manna rúmi. Rithöfundurinn reyndi árangurs- laust að fá sinn hluta af sænginn. En slátrarinn var hinn þverasti og sagði að lokum reiðilega: „Láttu mig vera í íriði, annars rota ég þig!“ Sheridan lá stundarkorn kyrr og hóf svo samræðu við slátrarann á ný: „Hafið þér gert góða verzlun?“ Slátrarinn anzaði ekki. „Æ-ja, heppnin hefir ekki verið með mér“, sagði Sheridan og stundi. „í síð- ustu þrjá mánuði hefi ég aðeins fengið að hengja þrjá. Og hvernig á maður að geta dregið fram lífið á því“. Slátrarinn snéri sér í skyndi að Sheridan og sagði: „Hvað hafið þér gert?“ „Þrjá vesalings syndaseli hefi ég hengt — bara þrjá! Og á morgun fer ég til Glasgow til að hengja einn, sem rotaði félaga sinn í slagsmálum“. Slátrarinn reis upp á olbogann. „Nú, hvað í þremlinum ertu?“ „Ég er böðullinn í London“, anzaði Sheridan rólega. Á næsta augnabliki var slátrarinn stokkinn fram á gólf, hrifsaði föt sín og ferðapoka og þaut í ofboði út úr herberginu. En skáldið hreiðraði vel um sig í rúminu og svaf brátt svefni réttlátra. Þýtt M. M. Geri aðrir betur. Suður á Peloponnes lifir bóndi, Pan- ella Velmos, sem er fæddur 1828 og er því 111 ára gamall. Hann á son, sem er yfir sjötugt, auk þess á hann lítinn kofa, sem hann býr í, heila hjörð af hænsnum og þrjár kindur. En hann bragðar samt aldrei kjöt, heldur lifir eingöngu á kálmeti og ávöxtum. En þrátt fyrir það — eða ef til vill einmitt þess vegna — á hann enn þá svo mikla lífsorku, að furðu sætir. Á hverjum laugardegi gengur hann 20-—30 km. leið til næstu borgar, til þess að selja hænsi og egg. Og það er ekki langt síðan liann vann hindrunarhlaup, sem nokkrir drengir fengu hann til þess að taka þátt í. — Hann syngur vel, og við hátíðleg tækifæri í þorpinu dansar hann svo lengi sem spilað er. Ilann hef- ir stálminni og heilsan þannig, að hann hefir aldrei þurft að leita læknis. — En hann er líka talinn hinn mesti furðukarl og einstæður í sinni röð. Úr safni M. M. „Þér lítið í raun og veru alveg eins unglega út og dóttir yðar“. „Þúsund þakkir — það er ég, sem er dóttirin".

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.