Unga Ísland - 01.08.1939, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.08.1939, Blaðsíða 6
94 —=- UNGA ÍSLÁND Smálands-s túlkurnar. þeirra síðan stofnað árið 1863 í Généve. Síðan hefir vegur og vald þess félags- skapar stöðugt farið vaxandi, og þó einkum á ófriðarárunum 1914—18, og líknar og hjúkrastarf þeirra verið ó- metanlega mikils virði fyrir heiminn. En þó að starf þessara félaga hafi upp- haflega verið miðað við ástand á ófrið- artímum, er það nú orðið miklu víð- tækara og engu minna á friðartím- um, og mótast þá einkum af heilsu- vernd, líknarstarfsemi og aukinni vin- áttu og kynningu þjóðanna. Þetta eru þá nokkur helstu atriðin úr æfi þessa víðfeðma félagsskapar, sem ég vildi segja ykkur, því að eitt félagið í alþjóðasambandi Rauða Krossins — þ. e. Rauði Kross Islands — gefur út blað- ið sem þið nú eruð að lesa, Unga ísland, og því þótti mér viðeigandi að þið viss- uð eitthvað um þennan félagsskap. Og þá komum við að ungliðadeildun- um. Fyrstu ungliðadeildirnar eru stofnað- ar í Ameríku á stríðsárumun og kom þá þegar í Ijós, að hlutverk þeirra var mikið og fagurt, til velfarnaðar og blessunar bæði þeim, sem störfuðu í deildunum sjálfum undir einkunnarorð- inu: „Ég hjálpa“ innan fagurra hug- sjóna og fyrirætlana, og eins hinna, sem urðu hjálparinnar aðnjótandi. Deildir þessar söfnuðu smá gjöfum og gripum, er þær svo sendu á vígveilina í sjúkra- húsin til hinna særðu hermanna, og glöddu þannig þúsundir særðar og vol- aðar sálir, auk þess sem þær söfnuðu ógrynni af sáraumbúðum og lýfjum. Svona hélt starfi þeirra áfram ófriðar- árin, og ungliðadeildir urðu stofnaðar í Evrópu og víða um lönd. En nú kunnið þið ef til vill að spyrja: Hvar hafa deildir þessar einkum haslað sér völl til starfsins og hvernig eru þær skipulagðar ? Út um gervallan heim, þar sem ung- liðadeildir eru starfandi, eru barnaskól- arnir aðal-heimkynni þeirra, og fyrir ötula aðstoð og stuðning kennarastétt- arinnar, sem skilið hefir og kunnað að meta hugsjónir og störf Rauða Kross félaganna, hafa ungliðadeildirnar átt heimili innan veggja barnaskólanna. Það var í Póllandi sem fyrstu ungliða- deildirnar voru stofnaðar í Evrópu og þaðan breiddust þær svo óðfluga yl'ir álfuna. Það væri of langt mál hér að tína til Pólskir ungliðar.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.