Unga Ísland - 01.08.1939, Side 7

Unga Ísland - 01.08.1939, Side 7
95 UNGA ÍSLAND -------------------------- og telja upp hina einstöku liði í starfs- háttum og fyrirætlunum ungliðadeild- anna, og þess vegna er rétt að flokka starfssvið þeirra í þrjá höfuðflokka. 1. Heilsuverndar og líknarstarfsemi. 2. Hjálparstarf og fórnfýsi við syst- kini og leikbræður. 3. Alþjóðavinátta og bræðraþel í auk- inni kynning. Innan þessara flokka eru svo starf- ið geysilega margþætt, og af þessum þrem höfuðliðum má sjá, að starfið er vítt og litlum takmörkum háð. Undir fyrsta liðinn má nefna starf- ið, sem miðar að aukinni þekkingu á hollustu í lifnaðarháttum og matarræði, þjálfun og herðing líkamans með alis- konar íþróttaiðkunum og útiverum á ferðalögum í fjöllum og dölum. Líknar- starfið mótast af umhyggju og hjálp við sjúka og bágstadda, með auknum skilningi á kvölum þeirra og neyð. Ung- liðarnir koma til sjúkra félaga sinna með smá gjafir eða eitthvað það, er get- ur glatt þá, lesa hátt fyrir þá og segja þeim nýjungar. Þeir leiðbeina og hjálpa blindu fólki, og víða í löndum starfa þeir að blindraiðn. Þeir koma til gam- almenna á stórhátíðum og lesa fyrir þau eða gleðja á ýmsan hátt. Þeir hjálpa vinum og leikbræðrum, sem orðið hafa fyrir slysi eða óhappi, og í einu orði má segja, að stai'f þeirra mótist af því, sem er gott og fagurt. Undir annan liðinn heyrir aukið sam- starf og félagsskapur æskunnar innan deildanna á margan hátt svo sem í ferðalögum, söng og hljóðfæraslætti, leikstarfsemi og yfirleitt öllu því, sem hnýtt getur æskuna saman til aukins skilnings á félagslegum þroska og á- hugamálum einstaklinganna í starfinu, innan þeirra hugsjóna, sem miða að bættu hugarfari og fögru framferði. Undir þriðja liðinn heyrir sú starf- semi sem lýsir sér í bréfaskriftum á milli deildanna út um víða veröld, sem eykur þekking á högum og háttum hmna nnsmunandi þjóða. Til þessarar starfsemi teljast svo Ungliðadeildaþing- in sem háð eru, til að gefa ungliðunum kost á nánari kunningsskap og til að auka þekkingu þeirra af eigin reynd á framandi þjóðum. Miljónir manna dá þessa starfsemi og telja hana voldugan og' sterkan þátt til eflingar heimsfriðin- urn, því að bönd þau sem æskan bindur, eru furðu sterk, og fúna seint þó árin færist yfir, en geta haft blessunarríkar afleiðingar þegar hin komandi kynslóð, sem erfa á landið, vex upp til valda og metorða. Ég veit það, börnin góð, að þegar þið íhugið þetta nánar, munið þið sjá hið fagra og holla í þessari starf- semi, og að þið munuð fylkja ykkur undir merki ungliðadeildanna þegar þær verða stofnaðar undir merki Rauða Kross íslands, og þess vegna vildi ég að þið vissuð í aðalatriðum um starfsemi þeirra. En nú verð ég að snúa mér að hinu, og segja ykkur frá einhverju því, sem ég sá og heyrði á Ungliðadeildaþing- inu í Stokkhólmi í júní síðastliðnum. Það var hinn 19. júní, sem þing þetta var háð og sett í Södermalms lároverk í Timmermannsgatan 21 í vesturhluta Stokkhólmsborgar, kl. 9i/2 árdegis undir brennheitri sænskri sól. Húsakynni, þar sem þing þetta var sett, voru hin glæsilegustu og fagur- lega skrýdd fánum þjóða þeirra, sem þátt tóku í þinginu. Forseti Ungliða- deiklanna sænsku, fröken Ingrid Sund- ström setti þingið með mjög snjallri

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.