Unga Ísland - 01.08.1939, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.08.1939, Blaðsíða 8
96 ÖNGA ISLAND ræðu, en síðan fluttu börn frá hverri þjóð skýrslu um starfsemi deildanna, og mættu þau öll í skínandi þjóðbún- ingum, en þess á milli voru ýmsir ung- liðasöngvar sungnir. Setningarathöfnin stóð til kl. HV2, en kl. 12 var lagt upp í hringferð um borgina með messu í Ridderholms- kirkjunni, sem er ein elsta kirkja Stokkhólmsborgar, og í henni eru graf- ir nokkurra sænskra konunga, líkt og er um Hróarskeldukirkju í Danmörku. Þegar þessum lið var lokið, átti allur hópurinn að mætast á útiskemmtistað Stokkhólmsbúa, sem heitir á Skansen, og þar átti að snæða miðdegisverð í Högloftet og Nyloftet, en þessar bygg- ingar eru æfagömul sveitasetur, sem flutt hafa verið á Skansen innan úr dölum Svíþjóðar. Veggir og máttarvið- ir eru berir og ómálaðir en olíubornir, gluggarnir litlir, og yfir dyrum eru máluð blóm á einfaldan en fallegan hátt. Það er ákaflega einkennilegur blær fegurðar liðinna tíma, sem yfir salar- kynnum þessum hvíldi, en inn um hina opnu glugga barst ylmurinn af hinni gróandi jörð. Mér fannst ég vera kom- inn langt upp í sveit á stóran og fall- egan bóndabæ, þar sem ég gat átt von á því að unga og fallega heimasætan sýndi sig á hverri stundu með hvítan klút um hárið. En svo var þó ekki. Laufkrónurnar strukust blíðlega við gluggana og minntu mig á, að ég var staddur á Skansen í einni fegurstu og ríkustu borg Norðurlanda — Stokkhólmi. Þegar ég kom út í sólskinið að lok- inni máltíð, sá ég tvö dönsk börn sitj- andi undir stóru eikartré. Drengurinn var með rauða skotthúfu á höfði eins og jólasveinarnir, sem sýndir eru í búðargluggunum hér heima um jóla- leitið, en stúlkan með skýlu eins og íslensk kaupakona. Ég var dáiítið undrandi að sjá þau þarna, og ekki í hópi landa sinna, sem voru dansandi þjóðdansa og syngjandi skannnt írí okkur, og þess vegna fór ég til þeinv og spurði þau, hver ástæðan væri. Þai brostu glettnisiega og sögðust vera að sálast úr hita, og því valið sér þann kostinn að horfa á. Eg þurkaði svh- ann úr andlitinu og hugsaði með sjáif- um mér. „Það er þá flerium heitt, þó að ekki séu frá Islandi". En undrast það nokkur, þegar þess er minnnst, aö þennan dag var 34 stiga hiti í forsæiu í Stokkhólmi. Ég þóttist hafa gilda ástæðu til þess að setjast niður og glettast við „sam- bandsþjóðina“ um stund. Friðurinn varð þó aðeins skammvinn- ur, því að eftir andartak komu þrjár sænskar stúlkur frá Smálöndum1) hlaup andi og báðu mig að skrifa nafnið mitt í nafnabókina sína, og ekki þorði ég að neita þessum fallegu stúlkum um ekki stærri bón. En danskur maður, sem hjá mér sat, brosti góðlátlega og sagði mér, að ef börnin vissu, að ég væn eini fulltrúinn frá íslandi á þingi þessu, myndi ég ekki hafa annað að gera, en að skrifa nafnið mitt, og seinna varð ég þess vís, að furðu mikill sannleik- ur var í orðum hans. Það er margt, sem fyrir augað ber á þessum fagra stað, Skansen, og ég reyndi að nota mér tímann til fulln- ustu, og að kynna mér það, sem þarna var að sjá. Þarna voru brúnir og gráir skógar- 1) Hérað í Svíþjóð.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.