Unga Ísland - 01.08.1939, Blaðsíða 9

Unga Ísland - 01.08.1939, Blaðsíða 9
UNGA ISLAND 97 birnir, sem rásuðu um í girðingum sín- um, augsýnilega næsta óánægður með tilveruna og hinn ægilega hita, sem allt ætlaði að brenna. Tveim þeirra lenti í hár saman, bitust þeir og börðust all- hastarlega, með óhljóðum óskaplegum. Líill hvítbjarnarungi, sem kallaður var Mjallhvít, lék sér að stórum bolta í tjörn í klefa sínum, og undi sýnilega mun betur hag sínum en hinir brúnu og gráu birnir. Maðurinn, sem gætti hennar, fór inn í girðinguna, og var allkátlegt að sjá, hvernig þessir kunn- ingjar glímdu í góðsemi. Og áður en hann yfirgaf þennan hvíta vin sinn, fékk Mjallhvít góðan kjötbita fyrir leikinn, sem hafði verið öllum áhorf- endum til mikillar ánægju og gleði. I tjörn einni skammt frá heimkynn- um Mjallhvítar voru selir að leika sér og sleikja sólskinið í mestu makindum. En allt í einu kom þar maður með fulla tunnu af saltsíld, sennilega veiddri við íslandsstrendur, og tæmdi hana í pollinn til selanna, og þá hljóp nú galsi í þessa liðugu kroppa, sem teygðu sig langt upp úr vatninu á fytjuðum fæti með túlann fullan af síldinni, sem þeim sýnilega þótti mesta gómsæti. Það er gaman að sjá hætti dýranna, jafnvel þótt þau séu háð ráðum mann- anna, þá venjast þau því furðanlega og taka upp sína eðlilegu hætti, er þau ná að samrýmast umhverfinu. Ég var að ganga þarna undir sveigð- um laufkrónum, þegar ég allt í einu sé lítið rautt dýr með stórt, loðið og fyrirferðarmikið skott, skjótast niður úr einu trénu og ná sér í sælgæti úr lófa barnanna. Þetta er fagurlega lit- ur íkorni sem svo fimlega nær í mat sinn og svo ósmeikur heilsar upp á mannanna börn. En hann er jafn fljót- ur að hverfa aftur upp í tréð og hann kom, og lætur hin þungu lauf eikar- trésins skýla-hinum litla, liðuga líkama. Þarna spóka sig hnarreistir páfuglar með hið þúsundlita stél sitt og hænur þeirra í sólskininu, og mér til mikillar gleði sé ég tvo þessara glæstu fugla lenda í voðalegum bardaga út af einni prúðri frú. Það er eins og neistaflug þegar sólin glitrar á hinum marglitu fögru fjöðrum sem nú rísa eins og hár á reiðum hundi. Og auðvitað lauk þess- ari orustu með því, að annar gekk hreikinn á brott með frúna, eftir unn- inn sigur. Mjallhvítir svanir með dökkrautt nef synda á tærum tjörnunum og sjá mynd sína speglast í lygnum vatns- fletinum, en gæsir og allskonar anda- tegundir vappa fram og aftur um bakk- ana. Það er líf og fjör hvar sem auganu er litið, og dásamleg fegurð að horfa yfir Stockhólm frá þessum fagra stað. Og ég vildi óska að hægt væri að flytja þúsundir slíkra trjáa, sem skríða Skansen, heim til íslands og gróður- setja þau í íslenskri mold. Hver veit nema það verði hlutverk komandi kyn- slóðar að klæða landið í hin fornu föt að nýju svo að það verði skógivaxið frá fjöru til fjalls? Hlutverkið er fag- urt og myndi geymast á spjöldum Sög- unnar um ókomna tíma svo lengi sem landið byggist. Börnin fara nú í leiki á rennsléttum grasflöt hjá Skansens Renberg, og leiða þar saman hesta sína í heiðarlegu kappi, en þeir er snjallastir reynast fá að verðlaunum silfurgrip, prýddan rauðum krossi. Þau eru þarna öll í þjóðbúningum, gulum, rauðum, græn- um, bláum og hvítum, sem glitra og

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.