Unga Ísland - 01.08.1939, Blaðsíða 10

Unga Ísland - 01.08.1939, Blaðsíða 10
98 UNGA ÍSLAND F erðasaga. Ferð þá, sem hér er lýst, fórum við börnin úr 7. bekk barnaskólans í Keflavík (s. 1. vetur), og þau, sem tóku fullnaðarpróf í fyrra og fermdust núna. Fararstjórar voru hr. Guðmund- ur Guðmundsson skólastjóri og frk- Guðlaug Guðjónsdóttir kennari. Kl. 7,45 áttum við öll, sem í ferðina ætluðum, að mæta í skólahúsinu. Stig- um við þar upp í Steindórsbíl þann, sem átti að flytja okkur. Var lagt af stað kl. 8 og haldið til Reykjavíkur. Þangað komum við kl. 9,15 og stönsuðum þar í 30 mín. Var þá gott veður, en heldur þungt loft. Þaðan var haldið austur. Kl. 11 vorurn við komin á Kamba- brún og námum við þar staðar, því þar er mjög fagurt útsýni og mikið. Vorum við þá svo heppin, að þá var farið að birta til, og kl. 11,15 vorum við undir Ingólfsfjalli. Dvöldum við þar í 45 mín. og borðunum. Því næst var haldið áfram í áttina að Skógar- fossi, en þangað var ferðinni heitið. Á þeirri leið eru nokkrir fossar, en fiestir litlir. Stærstur og einkennileg- astur er Seljalandsfoss. Neðan til í bcrginu sem hann fellur fram af er r.túr hvilft. og er þess vegna hægt að gljá í sólinni. Úr hverju einasta and- liti má lesa gleði og fögnuð yfir til- verunni og lífinu, og ég minnist þess nú, hve mér þótti undurfagurt að horfa á þessi brosandi andlit. Það er fátt eða ekkert fegurra en hið á- hyggjulausa og falslausa bros barnsins, einkum þegar sólin kyssir það á heið- ríkum sumardegi. J. V. Hafstein, ganga bak við hann. En það er mjög gaman að sjá vatnið steypast niður rétt fyrir framan sig. — Nokkrar ár er yfir að fara. Helstar eru: Ölfusá, Þjórsá og Markarfljót. Að Skógarfossi komum við um kl. 5, og snæddum við þar. Að því búnu skoðuðum við fossinn, og er hann mun hærri og tígulegri en Seljalandsfoss. En ekki er hægt að ganga bak við hann. — Því næst var snúið við, og haldið að Múlkoti í Fljótshlíð. Konum við þangað um kl. 8,30. Á þeirri leið var það einkum tvennt, sem vakti athygli okkar. Annað var Hlíðarendi, hann er lítið eitt ofar í hlíðinni en vegurinn. Þótt ekki væri sami bærinn og Gunnar bjó í forðum, bá þótti okkur gaman að sjá staðinn. Hitt voru Sámsstaðir, því við fórum milli akranna þar, og var kornið konv'ð upp. Þegar að Múlakoti kom, byrjuðum við á því að skoða blómagarðinn henn- ar frú Guðbjargar, og þótti okkur mik- ið til hans koma. Skoðuðum við s~m ýmislegt smávegis, sem ekki tekur að lýsa, gengum upp í hlíðina. og er har fagurt um að litast. Var nú kallað á okkur í háttinn, og vorum við öll sofn- uð von bráðar. Kl. um 7 morguninn eftir geng mi við inn að Bleikárgljúfri, en þangað er um klst. gangur frá Múlakoti. Þótt gangan væri erfið, þótti okkur flestum hún borga sig, því er við komum að gljúfrinu, sáum við að það var satt, sem okkur hafði verið sagt, að varla gæti talist, að við hefðum komið í Fljótshlíðina, ef við ekki sæjum gljúfr- ið. Er við höfðum skoðað gljúfrið, héld- um við heim að Múlakoti og borðuðum við þar. Um kh 10 lögðum við af stað.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.