Unga Ísland - 01.08.1939, Blaðsíða 12

Unga Ísland - 01.08.1939, Blaðsíða 12
100 UNGA ÍSLAND Við Tjörnina. aður. En upprunalega bjó Sverrir stein- höggvari hólmann til, fyrir næstum einni öld. Frá því að Tjörnin var friðuð, fyrir um það bil 20 árum, hefir kríunni fjölgað þar ár frá ári, því að ekkert er tekið þar af eggjum. En þó að marg- ir fuglar, sem rændir eru, verpi aftur, þá eiga ungar þeir, sem úr þeim eggj- um koma, minni lífsvon, en hinir, sem komið hefðu úr fyrri eggjunum. Því að þeir verða mikið síðar þroskaðir, enda eru venjulega frá öndverðu minni, því að eggin, sem þeir fuglar verpa í annað sinn, eru venjulega minni en þau, sem beir verptu fyrr. Kríustofninn hér við Tjörnina hefir vafalaust átt heima hér frá því fyrir landnámstíð, og verptu tvær og þrjár kríur hér við Tjarnarendann næstu árin áður en Tjörnin var friðuð. Á- veita var þá við Tjarnarendann, frá Laufási, og verptu kríur þessar á flöt- um þúfum, er stóðu upp úr áveitu- unni. Hafa þau tvö til þrjú kríutvinn, er þá verptu hér, verið leifarnar af stóru og samfelldu kríuvarpi, sem á landnámstíð hefir verið hér í kring- um Tjörnina og Örfirisey. Er gott til þess að vita, að stofn þessara frum- Reykvíkinga hafi ekki dáið út, og hef- ir honum nú fjölgað svo, að honum er óhætt úr þessu, þó að eitthvað mikið óhapp kynni að henda kríurnar ein- hverntíma í suðurferð þeirra. Krían er, sem kunnugt er, farfugl. En þó menn viti ekki með vissu, hvar þær halda sig á vetrum, vita menn það, að þær fara mjög langt suður, og senni- lega fara þær lengst allra farfugla, sem hér eru. Því að kría af þeirri tegund, sem hér er, hefir verið skotin fyrir sunnan pólbaug á suðurhveli. Krían kemur, eins og kunnugt er, hérum bil alltaf á sama tíma, en út af þessu bar í fyrra, og kom hún seinna en venja var til. Hafa ýmsar getur verið leiddar að því, hvað valdið hafi, en sennilegt er, að hún hafi einhvers staðar á leiðinni lent í óvenju miklu og góðu æti. Kríurnar hérna við T.iörnina haga sér ólíkt öðrum kríum gagnvart mönn- unum. Þær hafa lært af reynslunni, að mennirnir vinna beim ekkert tjnn, og láta bá bví óáreítta, en annars staðar byrjar krían að garga að mönn- um, löngu áður en þeir eru komnir að kríuvarpinu. Allmargar endur verpa hér í mýr- inni sunnan við Tjörnina, og leiða ung-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.