Unga Ísland - 01.08.1939, Page 13

Unga Ísland - 01.08.1939, Page 13
101 UNGA fSLAND --------------------- ana út á Tjörn og ala þá þar' upp. Mest eru endurnar á ferli á kvöldin og á nóttunni, einkum meðan ungarnir eru litlir. Aðallega eru þetta græn- höfðaendur. Einstaka aðrar tegundir má þó sjá, en illt er að greina í sund- ur tegundirnar, þegar steggurinn sést ekki, en móðirin ein fylgir ungunum. Venjulega má, þegar gengið er að kvöldi til meðfram Tjörninni, sjá að minnsta kosti einn andaunga á Tjörn- inni, sem kafar, og má þá vita, að þar eru ekki grænhöfðaandarung- ar. Andasteggirnir halda sig nú orðið á Tjörninni yfir sumarið, en flugu áður burt til þess að fella. Þeir missa svo margar flugfjaðrir í einu, að þeir eru um tíma ekki fleygir. Þeir missa allt skraut sitt, svo að þeir eru vart þekkjanlegir frá kvenfuglinum. Á haustin fella þeir aftur, og fá þá skrautliti sína. Geta má þess, að óðinshaninn verpir líka við Tjörnina. Sá fugl er tilbreyti- legur að því leyti, að kvenfuglinn er bæði stærri og fallegri. Yfirgefur hann hreiðrið þegar hann er búinn að verpa eggjunum,. en karlfuglinn liggur á og sér um ungana. Óðinshaninn er far- fugl, sem fer snemrna. Hann skiptir um lit á vetrum, og er þá gráleitur, og er einstaka fugl búinn að taka á sig þann búning, áður en hann fer frá okk- ur. Til þess að auka fuglalífið hér við Tjörnina, þurfum við að fjölga hólm- unum og leiða heitt vatn á vetrum í einhvern Tjarnarkrikann, svo að þar frjósi aldrei. Mundu þá endurnar ekki þurfa að leita annað yfir vetrartímann. Enda söfnuðust bæði andir og álftir í þá auðu vök, þegar vötn væru frosin Endur á Tjörninni. annars staðar, og mundi þar allt iðandi af lífi og myndi slíkt draga margan Reykvíking til þess að fá sér litla gönguför við Tjörnina. Ólafur Friðriksson. Unga fsland hefir áður flutt lesend- um sínum íþróttafréttir og síðast frétt- ir af knattspyrnumóti Reykjavíkur, sem ,,Valur“ vann. I næsta hefti mun verða sagt frá knattspyrnumóti íslands með mynd af sigurvegurunum, sem að þessu sinni urðu „Framarar“, sem nýlega eru komnir heim úr för sinni til Danmerk- ur, þar sem þeir gátu sér fi’ægðarorð.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.