Unga Ísland - 01.08.1939, Blaðsíða 14

Unga Ísland - 01.08.1939, Blaðsíða 14
102 UNGA ÍSLAND STEFÁN JÓNSSON VINIR VORSINS Framhald Þeir sem viðstaddir voru, fóru nú að brosa að þessum einkennilega og djarfa kvenmanni, sem sat þarna í hnipri á vagnkjálkanum. Hvað ætlaði úr þessu að verða? Bensi og Skúli störðu báðir á stúlk- una og sá síðarnefndi hafði nú gjör- lega gleymt hinum dýrmæta hlut, sem vasi hans geymdi. — Jæja, hvað ætlarðu að gera, mað- ur minn? spurði stúlkan og snéri sér að Hann stóð skammt frá og sneri að henni baki. Kannski var hann dálítið feiminn. Já, hún sat og sönglaði og lét sem hann væri ekki til. Kannski var hann heldur ekki mikils virði í augum svona fínnar manneskju. Nei, það var svo sem ekki von á því. Svo þukklaði hann niður í vasa sinn. Jú, ójú, þarna var dýrgripurinn. Hjartað í brjósti hans fór á harða sprett og svo lá hnífurinn í lófa hans með öllum sínum sex blöð- um og svörtu kinnum. Fallegur var hann, ekki varð því neitað. Hann sneri sér Htið eitt. Ætlaðist hann kannski til, að stúlkan sæi þennan fallega hníf ? »}h}m}«»}«»}m}m}m}«>}«»}«»}«*}<^ Munið að greiða »?}?•}«?}?»}?»}?»}? >}m}««}««}««}«»}«»}«»}«»}^^^ Ólafi. Skárra er það úrræðaleysið. — Þekkirðu engan hér? — Ég veit ekki. Kannski hann Láfi söðla gæti lánað mér hann, sagði Ólaf- ur. Var nú farið að leita að Láfa söðla, en er til kom var hann ekki við. Nú gat fólkið frá Holti ekki beðið lengur. Það var allt í tvísýnu um, hvernig þetta mundi fara, og það lagði því af stað heimleiðis. En þegar það var farið, kom sú stund, er kvíðavænlegust var: Skúli Bjartmar varð einn eftir hjá stúlkunni, því að nú hafði Ólafur fyrir alvöru snúið sér að því að út- vega henni hnakk. Þarna voru þau þá tvö. Hún sat á vagnkjálkanum, sítyggjandi einhvern skollann, sem hún var með upp í sér og sönglaði éða blístraði eitthvert lag. Ja, það var ekki gott að segja. En hún var nú ekki á því. Nú hafði hún kveikt í sigarettu. — Varstu nú að kaupa þetta? Spurning hennar kom svo snöggt og óvænt, að hann hafði næstum því mist hnífinn í götuna. Hann roðnaði og gat ekki svarað neinu. Þurfti þess heldu' ekki. Hún braut upp á nýju umtals- efni. — Hvað heitir þú, litli minn? — Skúli Bjartmar. Höndin fór aftur ofan í vasann og losaði sig við hnífinn um leið og óljós grunur læddist inn í hugskot hans. Ef til vill hafði hann nú þegar komið upp um sig. — Jæja, Skúli Bjartmar. Má bjóða þér tyggigúmmí?

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.