Unga Ísland - 01.08.1939, Side 15

Unga Ísland - 01.08.1939, Side 15
UNGA ÍSLAND 1C3 — Nei, takk, sagði hann hikandi, því að hann vissi ekki, hvað það var. — Ójú, lagsmaður, þú hefir gott af því, þegar ekkert er annað betra. Gerðu svo vel. Hún rétti að honum stóran rósóttan mola. Hvað átti hann að gera? Átti hann að þora að neita þessu? Nei, hann af- réð að taka við molanum með skjálf- andi puttunum sínum. Hann stakk hon- um upp í sig. Hún glápti á hann og hélt sígarett- unni frá sér milli tveggja fingra, bláir reykjarhringir liðu burtu og týndust, svo skellihló hún og sagði: mikillar minnkunnar, að á þessari stundu óskaði hann þess heitast, að hafa aldrei fæðst. Augu hans flutu í tárum af einskærri blygðun. — Hefurðu aldrei séð tyggigúmmí? spurði stúlkan. — Nei, svaraði hann og svarið fól f sér svo mikið vonleysi og uppgjöf, aö síúlkan hætti að hlægja. — Jæja, góði minn, þú skalt taka bréfið utan af fyrst. En þarna kemur hann þá með hnakkinn, sagði hún. — Jæja, sjáum til, þetta er líklega ekki svo galinn hnakkur, sem þú kem- ur þarna með. En hvaða snæradrusl- ur eru þarna aftan í? ❖❖❖❖❖❖ ❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖•^•❖❖❖❖❖❖❖❖❖•^•❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖v UNGA ÍSLAND — Hvað gerirðu, drengur? Læturðu pakkann upp í þig? Hann svaraði því ekki, en skildi á augabragði, hvað honum hafði orðið á. Bréfbragðið fyllti munn hans. Hann reif þetta út úr sér í dauðans fát'. Hún hélt áfram að hlægja. — Nei, góði minn, það láta margir sér nægja að setja bara einn mola upp í sig í einu. Þessir eru víst fjórir, þú mátt svo sem eiga þá alla. Enn hló hún. Þessi hlátur hennar fyllti hjarta hans ógurlegri skelfingu og nísti það sundur. Hann barst með blóðinu út 11 m líiíamann og gerði hann vita magn- lausan. Hann Skúli Bjartmar var þá svona djúpt sokkinn. Hann hafði komið °fan úr sveit og í kaupstaðinn og bara orðið sér til stórrar minnkunnar. Svo — Það er nú hægt að taka þær, sagði Ólafur dálítið seinlega. — Heyrðu, þarna þú, drengur, sagði hún og sneri sér að Skúla, blessaður komdu nú með hnífinn þinn og láttu sjá, hvað hann getur. Skerðu þennan skolla úr hnakknum. Þannig dundi hvert reiðarslagið á fætur öðru yfir Skúla Bjartmar. Pabba sinn þorði hann ekki að láta sjá hníf- inn, ekki með nokkru lifandi móti. — Ileimskur hafði hann verið að láta þessa stelpu sjá hann. Hann tók það ráð að þegja. Tvísté dálítið vandræðalegur og þagði. Pabbi hans var nú að leggja hnakkinn á reiðskjóta stúlkunnar og hún stóð þarna símasandi og togaði í snæraflækjuna. -— Hana, strákur, komdu með hníf- inn. Ég sker þennan ófögnuð burtu.

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.