Unga Ísland - 01.08.1939, Page 16

Unga Ísland - 01.08.1939, Page 16
104 Skúli Bjartmar stóð gjörsamlega ráð- þrota, en hnífinn skyldi hann aldrei sýna. Hann tók það ráð að þverskall- ast. Þegjandi stóð hann álengdar, setti upp furðu bjánalegan svip og lést ekk- ert skilja né heyra, þótt hún kallaði í meters fjarlægð. — Strákur, komdu með hnífinn. Hann skalf frá hvirfli til ilja. — Hvernig ætlaði þetta að fara? Hné hans voru farin að hristast, en til allrar hamingju virtist pabbi hans ekki taka eftir því, sem stúlkan sagði, nema þá með öðru eyranum. — Nei, snærið, nei, við skulum ekki taka það, þú getur bundið regnkápuna þína í það, svo að þú þurfir ekki að vera í henni né heldur halda henni á handleggnum. — Allt í lagi, sagði stúlkan. Síðan héldu þau heimleiðis. Sólin er hnigin til vesturs, sjórinn lá spegilsléttur uppi í víkur og voga og flæddi nú þar yfir, sem um morg- uninn var sandur einn. Það hafði gert litla gróðurskúr, jörðin var vot og víða meðfram veginum voru hrossin frá nærliggjandi bæjum; höfðu hætt að bíta. en létu hinn milda frið vorkvöldsins streyma inn í sál sína. Einstöku hest- ur sló til taglinu og bægði frá sér nær- göngulli flugu, sem truflaði draum hans. Þetta var líka það eina, sem virtist raska þeirri ró og þeirri hvíld, sem lagst hafði yfir tilveru hans þessa kvöldstund. Svona var að hafa góða samvisku. Þarna eftir veginum reið nú hann Skúli Bjartmar frá Hamri. Ójá, hann var á leiðinni heim frá sinni fyrstu ferð út í heiminn. Víst hefði hann mátt vera í góðu skapi þetta blíðviðriskvöld. Við sjum nú til. ------------- UNGA ÍSLAND Hagalagðana sína hafði hann ekki getað lagt inn, en hann mátti taka eitthvað út á þá í reikning, sagði búð- armaðurinn. Svo hafði hann gleymt því. Já, reyndar, hann hafði gleymt hagalögðunum sínum, sem hann hafði þó í allt vor hlakkað til að geta feng- ið eitthvað fyrir. Vegna hvers hafði hann gleymt þeim? Jú, allt vegna þessa hnífs. Nei, hann hafði ekki góða sam- visku. Hvað átti hann að segja, er mamma spyrði: — Hvað fékkstu fyrir hagalagðana þína? — Húfu og axla- bönd? Nei, ekki dugði það. Fyrir hvað hafði hann þá fengið hnífinn? Hann hugsaði þetta vandlega og komst að þeirri niðurstöðu, að hnífinn yrði hann að fela undir öllum kringum stæðum. Hann mátti enginn sjá. — Nei, sam- viskan var ekki góð, ekki róleg. Hann hafði stolið. Hann hafði gert það, sem enginn góður drengur mátti gera. Þau héldu áfram eftir bugðóttum malarveginum í grænu umhverfi mýra og móa. Hann dálítinn spöl á eftir á Skjóna sínum og sá á bak hennar ívið lotið fram á við, klætt svartri regn- kápu, svart, stuttklippt hárið á höfði hennar og hnakka bylgjaðist til við göngulag hestsins. Hann þorði ekki að ávarpa hana. Hún var víst svo fín og svo kom þetta leiðinlega atvik fyrir áðan, þetta með tyggigúmmíið. Neþ hann þorði ekki að ávarpa hana, hafði líka nóg að hugsa um s’g sjálfan. Svefn og þreyta var að byrja að hertaka lík- ama hans. Hann svaf ekkert síðast- liðna nótt. Verkurinn í maganum tók að ágerast. Hann hafði verið alveg ókunnur í kaunstaðnum og ekkert vitað hvert hann átti að snúa sér, þegar þannig stóð á. Svo var hann einn á ferð með þessari ókunnu, fínu stúlku.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.