Unga Ísland - 01.08.1939, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.08.1939, Blaðsíða 17
UNGA ÍSLAND 105 Nei, það var ómögulegt! Hann varð að komast heim. Þá leit hún allt í einu við og sagði: — Hvernig er það, litli minn, þurf- um við ekki að fara einhvers staðar af baki vegna hestanna? Hún hafði ekkert talað það sem af var leiðarinn- ar, fyrr en þetta, og hann var að halda, að hún ætiaði ekkert að hafa fyrir því. Fara af baki? Jú, auðvitað, það hefði hann átt að vita engu síður en hún. Engum var víst meiri þörf á að staðnæmast en einmitt honum. Síðan fóru þau af baki á litlu móa- horni og hestarnir hámuðu í sig dögg- vott gi-asið. Nú fór stúlkan úr káp- unni sinni og breiddi hana niður á þúfu. — Við skulum fá okkur sæti, sagði hún. Hann afþakkaði það með mikilli hæversku. — Nei, hvað heldurðu að þú setjist ekki hérna hjá mér. — Nei, takk, ég get staðið, stamaði hann fram úr sér. — Nei, svona sestu þarna! skipaði hún og þá gat hann ekki komist und- an því lengur. Hann tyllti sér á horn kápunnar, eins langt frá eiganda henn- ar og unnt var. Verkurinn í maganum færðist í aukana. Ó, hve hann þráði heitt að komast eitthvað í burtu. — Hvernig átti hann að fara að .því? Hvað mundi þessi fína stúlka, sem átti heima í Reykjavík, hugsa um svoleiðis mann? Nei, hann varð að bíta á jaxl- inn. Það var að verða kvöldsett. Hvítu góðveðursskýin, sem urðu eftir á loft- inu, þegar skúrin var liðin hjá, voru að hverfa og sameinast djúpi himins- ins, en undir þessum stóra himni, sem lukti allan heiminn, sátu þau Skúli Bjartmar og stúlkan, sem hann vissi ekki hvað hét. Hún tók upp úr tösku sinni litla dós með hvítu dufti og makaði því á andlitið sitt. Hann glápti á hana yfir sig hlessa, en sagði þó ekki neitt. Svo gaut hún til hans augum og sagði kankvís: — Er ekki agalega drepleiðinlegt þarna hjá ykkur? Hann vissi ekki hverju svara skyldi. Leiðinlegt! Honum hafði aldrei dottið það í hug. — Ég veit ekki. Ekki finnst mér leiðinlegt, sagði hann og óskaði með sjálfum sér að hún gæti þagað. Ó, ef hún bara hefði vitað, hve bágt hann átti með að tala. Hann varð að hafa sig allan við. En auðvitað hélt hún áf ram: — Nei, þér finnst auðvitað ekki leið- inlegt. Eru aldrei skröll þarna hjá ykkur? Skröll! Hvað átti hún við? — Ég veit það ekki, sagði hann. — Hvað, veistu það ekki? Ég meina, er aldrei dansað eða svoleiðis? Ráðning á gátu í síðasta blaði (bls. 85): karlmannsnafnið Einar. Svar við nafnagátu í síðasta blaði (bls. 92): 1. Ungverjaland, 2. Níl, 3. Grímsey, 4. Aþena, 5. Island, 6. Sahara, 7. Londan, 8. Argentína, 9. Norðfjörð- ur, 10. Danía. — Þannig verður hægt að lesa úr upphafsstöfunum nafnið á blaðinu okkar ¦— Unga Island.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.