Unga Ísland - 01.08.1939, Blaðsíða 18

Unga Ísland - 01.08.1939, Blaðsíða 18
106 UNGA ÍÖLAND RUDYARD KIPLING: ^Qrœdur 'fTCow^/i. 0ýlt hefir Jakob Hafsiein. Niðurlag. Mowgli bar hina sprekuðu grein að glæðunum, uns logarnir léku um hana. Þá sveiflaði hann henni yfir höfði sér og yfir úlfana, sem óttaslegnir lögðust flatir við fætur hans. „Nú ræður þú við allt", hvíslaði Bagheera. „Frelsaðu Akela, því að hann hefir ætíð verið vinur þinn og viljað þér vel". Akela, þessi harði, gamli úlfur, sem aldrei hafði beðist vægðar af nokkrum, horfði á Mowgli með biðjandi augum. Drengurinn stóð þarna teinréttur, nakinn, með hið síða, svarta hár í lokkum yfir axlirnar í glampanum undir hinni logandi grein, og skuggarnir þutu og skutust um alla fjallabrúnina. „Þetta er gott!" sagði Möwgli og leit yfir hópinn. „Nú sé ég að þið eruð hundar. Ég ætla að fara í burtu frá ykkur til mannanna, ef þeir eru þá bræður mínir. Skógurinn er mér lok- aður; ég mun gleyma máli ykkar og iífinu, sem ég hefi lifað á meðal ykk- ar; en ég ætla að vera miskunsamari en þið. Ég ætla að lofa ykkur því, vegna þess að ég hefi hingað til verið bróðir ykkar í eimi og öllu, að undan- teknu kynferði mínu — að ég mun aldrei svíkja ykkur, meðan ég lifi með- al mannanna — eins og þið nú hafið svikið mig". Hann sparkaði í glæðurn- ar svo neistaflugið glitraði í kring um hann. „Ég mun aldrei berjast við neinn úr flokknum; en ég þarf að gjalda eina skuld áður en ég yfirgef ykkur". Hann gekk þangað sem Shera Khan lá og deplaði angistaraugum í eldinn, Mowgli greip í hökuskegg hans. Bag- heera elti, til þess að vera nálægur, ef eitthvað kynni að ske, sem væri Mowgli hættulegt „Stattu á fætur, þorpari!" hrópaði Mowgli. „Stattu & fætur þegar maður skipar þér það, ella skal ég kveikja í þér!" Eyru Shera Khans löfðu niður hræðslulega, og hann lokaði augunum, því að hin logandi grein var mjög ná- iægt honum. „Þessi kúabani ætlaði að drepa mig nú hér á þinginu, vegna þess, að hon- um tókst það ekki þegar ég var lítið barn. En svona, svona, svona hirtir maður óþokka. Reyndu að hreyfa þig — Lungri — þá skal ég stynga „Rauða blóminu" niður í kokið á þér". Hann barði Shera Khan miskunnarlaust með brennandi greininni — og Lungi vældi og öskraði í dauðans angist. „Hafðu þetta — þú sviðni skógar- köttur, og nú skaltu hypja þig í burtu! En mundu það, að næst þegar ég kem hingað á þingið — maður, sem hverfur til skógarins — þá mun ég bera húð þína á höfði mér. Og loks ber ykkur að láta Akela í friði fara — hann á að lifa eins og honum best þykir. Þið drepið hann ekki, því að ég banna ykk- ur það. Mér finnst líka að þið ættuð ekki að hýma hér lengur með tunguna lafandi út úr ykkur, eins og móðir hundar, því að ekki er hægt að líta á ykkur sem virðuleg dýr, sem manni ber að taka mark á. Og það er hart að þurfa að reka ykkur héðan af þing- stað ykkar. — Svona, burt með ykkur, hverfið héðan!" Eldurinn blossaði í greinarendanum, og Mowgli barði úlfana á báðar hend-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.