Unga Ísland - 01.08.1939, Page 19

Unga Ísland - 01.08.1939, Page 19
ur svo þeir flúðu vælandi með neist- ana brennandi í feldinum. Loks voru aðeins eftir á þingstaðnum Mowgii, Bagheera, Akela og nokkrir úlfar, som tekið höfðu málstaö Mowglis. Þá byrjaði eitthvað að gera vart við sig í brjósti hans, einhver sársauki, sem liann aldfei haiði áður fundið til; andardrátturinn varó óstöðugur, hann fékk ekki og tárin runnu niður vanga hans. „Hvað er þetta?“ sagði hann. „Ég vil alls ekki hverfa á brott úr skóg- inum, ég veit ekki hvað að mér geng- ur. Heldurðu að ég deyi — Bagheera?“ „Nei — litli bróðir. Þetta eru bara tár, eins og mennirnir gráta þeim“, sagði Bagheera. „Nú veit ég að þú ert orðinn maður, og ert ekki lengur mannabarn. Framvegis mun skógurinn úthýsa þér. Láttu þau bara renna — þetta eru tár Mowgli“. Þá settist Mowgli niður og grét svo hjarta hans var nærri sprungið; og þetta var í fyrsta sinni sem hann grét. „Nú“, sagði hann „ætla ég að fara til mannanna. En fyrst ætla ég að kveöja mömmu mína“. Hann fór til grenisins þar sem hún bjó með Úlfa- pabba, og hann grét með andlitið lagt að feldi hennar og úlfahvolparnir vældu í sorgartón. „Þið munuð þó ekki gleyma mér?“ spurði Mowgli. „Aldrei — meðan við getum rakið sporin þín“, sögðu hvolparnir. „Komdu að fjallsrótunum þegar þú ert orðinn maður, og þar tölumst við við. Síðan munum við halda inn á hina plægðu akra og leika okkur þar við þig um nætur“. „Komdu fljótt“, sagði Úlfapabbi. „Komdu fljótt aftur, litli vitri froskur, því að nú erum við mamma þín orðin gömul“. „Komdu fljótt aftur“, sagði Úlfa- mamma, „litli nakti sonur minn; því að það máttu vita — þú barn mann- anna — að ég unni þér meir en nokkr- um minna hvolpa“. „Vissulega kem ég“, sagði Mowgli, „og þegar ég kem, verður það til þess að breiða húðina af Shera Khan yfir foringjaklöppina á þingstaðnum. Gleymið mér ekki! Segið öllum í skóg- inum að gleyma mér ekki!“ Það var byrjað að lýsa af degi, er Mowgli gekk einmana niður fjallshlíð- ina, til þess að kynnast hinni dular- fullu veru, manninum. Veiðiljóð úlfanna. Rökkrið, sem huldi runn og blað reyndist svo mörgum skjól. Þar finnur hjörtur og fugl og mús í friði sitt nætur-ból. En næturstund gaf mátt í munn, því mörg sökk tönn í blóð. Nú ríkir engin ró í nótt. við raulum veiði-ljóð. Lausl. þýtt. Það er nauðsynlegt að dagsljósið nái til borðsins þar sem þú vinnur eða lærir undir skólann, en það er óholt ef sólarljósið fellur beint á bókina þína eða blöð. Ekki skaltu halda bókinni of nærri augum þínum. Það bæði þreytir augun og beygir bak þitt við vinnuna. • •

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.