Unga Ísland - 01.08.1939, Side 20

Unga Ísland - 01.08.1939, Side 20
108 --------------------------------- GóSi maðunnn og látæki drengurinn. Eftir þjóðveginum gekk lítill og fá- tækur drengur. Hann var í rifnum föt- um og afar tötralegur til fara. Gamall maður neðan úr kaupstaðnum, sem var á gangi sér til heilsubótar, hitti þennan litla dreng og spurði hann: „Hvað heitirðu litli karl?“ „Ég heiti Haraldur“, sagði hann hálfkjökrandi og ætlaði að ganga fram hjá honum. „Nei, stansaðu við; allir ferðalangar tala saman. Hvaðan kemur þú?“ „Ég kem héðan úr kaupstaðnum. Hún mamma mín sendi mig með nokk- ur egg sem ég átti að selja í búðinni, svo átti ég að fá margt smávegis fyrir andvirðið af eggjunum, en þegar ég var kominn miðja vegu, komu tveir strákar hjólandi og hjóluðu ofan á m'g þar sem ég var með öll eggin. Annar þeirra braut öll eggin, en hinn reif utan af mér öll fötin“. „I-Ivað varð svo af strákunum?" spurði gamli maðurinn. „Það vissi ég ekki“, sagði Haraldur. Gamli maðurinn fór að gá í vösum sínum, en án þess að vita þar af nokkru, fann hann tíu króna seðil. „Hættu nú að gráta, Haraldur minn, þessar krónur mátt þú eiga; komdu nú aftur með mér tii kaupstaðarins og fáðu þér það sem þú áttir að fá fyrir hana mömmu þína; ég held að þessir peningar hljóti að duga“. Haraldur litli þakkaði nú fyrir sig og gekk því næst aðra leið heldur eu gamli maðurinn fór. Þegar heim í gamla fjallakofann var komið, undraðist móðir Haraldar hve hann hafði selt eggin vel. Haraldur litli sagði nú alla söguna og var nú unga ísland UNGA ÍSLAND Eig-n Rauða Kross íslands. Kemur út í 1G síðu heftum, 10 sinnum á árí. 10. heftið er vandað jólahefti. Skilvísir kaupendur fá auk þess Almanak skólabarna. Verö blaðsins er kr. 3,00 árgangurinn. Gjalddagi blaðsins er 1. apríl. Ritstjórn annast: Amgrímur Kristjánsson og Jakob Hafstein. Afgreiðslu o g innheimtu blaðsins annast skrifstofa Rauða Krossins, Hafnarstræti 5, herbergi 27 og 28 (Mjólkurfélagshúsið). — Skrifstofutími kl. 1—4. Póstbox 927. Prentað í ísafoldarprentsmiðju. æði mikill fagnaðarfundur því sjaldan hafði sést þar fimm króna seðill, sem var afgangs af vörum úr kaupstaðnum. Steini, (15 ára). Nokkur heilræði. Heisan er okkur öllum fyrir mestu. Á henni veltur gleði lífsins, löngunin til starfs og afreka og viljinn til að knýja hugðarefni sín til úrlausnar. Allt þetta vitum við svo mæta vel, en gleym- um aftur furðu oft, hve nauðsynlegt er, jafnvel daglega, að hafa gát á heilsu vorri til varðveislu hennar. Það er því gott að festa sér í minni eitthvað það, sem getur orðið okkur til gagns í þess- um efnum. Hér fara á eftir nokkur heil- ræði um þessi efni, sem þú skalt lesa og festa þér í minni. • • Bæði sumar og vetur er útiveran með hæfilegri áreynslu, annað hvort við vinnu eða íþróttir, nauðsynlegt líkam- anum til styrktar og eflingar vöðvum og líffærum. '

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.