Unga Ísland - 01.10.1939, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.10.1939, Blaðsíða 8
112 unga ísland Arsskýrsla Rauða Kross Islands 1939 1 júlímánuði s. 1. sendi stjórn Rauða- krossins skýrslu til félaganna fyrir ár- ið 1938. Unga íslandi en bæði Ijuft og skylt að kynna fyrir lesendum sínum starf- semi hins merka félagsskapar, og birtir því nokkur helstu atriði úr skýrslunni, varðandi störf R. K. í. Þær breytingar hafa orðið á stjórn Rauða krossins á s. 1. ári, að þeir dr. Gunnlaugur Claessen prófessor, Guð- mundur Thoroddsen og L. Kaaber bankastjóri, hafa allir látið af stjórn- arstörfum. Claessen hafði verið for- maður félagsins lengst af, frá stofnun þess, Thoroddsen varaformaður og Kaaber gjaldkeri. Gunnlaugur Einarsson læknir hefir nú tekið við formannsstörfum, vara- formaður er Sigurður Sigurðsson berklayfirlæknir, en Björn E. Árnason endurskoðandi, gjaldkeri. Þá hefir stjórnin ráðið sér framkvæmdastjóra, Jakob Hafstein cand. juris. Framkvæmdastjórn er skipuð, auk formanns og varaformanns, þeim Birni Ólafssyni stórkaupmanni, Magn- úsi Kjaran stórkaupmanni og Þorsteini Scheving Thorsteinsson lyfsala. Starfsemi Rauða krossins er marg- þætt, en öllu starfi félagsins er þó einbeitt að einu og sama marki, því að vera til taks að líkna og hjúkra, þegar slys eða veikindi hafa snögglega borið að höndum og vera leiðbeinandi og hvetjandi um aukna heilsuvernd og holla lifnaðarháttu. Ilér skulu þá greind nokkur hinna helstu starfa og viðfangsefna Rauða krossins. Námskeið. Um mörg undanfarin ár hafa verið haldið námskeið á vegum R. K. í. víðs- vegar á landinu (á 40—50 stöðum). Á þessum námskeiðum hefir verið kennd hjúlcrun í heimahúsum, hjálp í viðlög- um og meðferð ungbarna. Námskeið þessi eru mjög vinsæl og hafa haft ómetanlega þýðingu. Kennslu hafa ann- ast hj úkrunarkonur, Kristín Thorodd- sen og Sigurður Bachmann. Þá hefir einnig verið starfræktur hér í Reykja- vík farskóli fyrir hjúkrunarlconur, að tilhlutun og undir forystu R. K. í.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.