Unga Ísland - 01.10.1939, Blaðsíða 9

Unga Ísland - 01.10.1939, Blaðsíða 9
113 UNGA ISLAND --------------------------- Sjúlkraflutningur. R. K. I. hafði forystu um það hér á landi, að flutningar sjúkra og slasaðra manna væri framkvæmdur, þannig, að hinum sjúka eða særða manni yrði sem minnst um flutninginn og hann gæti komist sem fyrst til ákvörðunarstaðar- ins. Rauði krossinn starfrækir nú tvær sjúkrabifreiðar hér í Reykjavík og hef- ir á s. 1. ári flutt í þeim 1186 sjúkl- inga innan bæjar, en 98 sjúklinga víða frá úr byggðum landsins til Reykjavík- ur. Hefir sjúkraflutningur R. K. 1. bjargað fjölda mannslífa. Þá hafa og verið útbúnir sérstakir sleðar til að aka á sjúkum mönnum, og eru þeir hafðir til taks á gististöðum við fjallvegi og í skíðaskálum. Sjúkra kassar. Fyrir forgöngu R. K. í. hefir sjúkra- kössum verið fyrir komið í skíðaskál- um og gistihús á fjöllum uppi, svo tryggt væri að nauðsynlegustu tæki þar fyrir, ef slys bera að höndum. Sjúkraskýli í verstöðvum. Rauði krossinn hefir byggt sjúkra- skýli í Sandgerði og hefir starfrækt það um vertíðina. Fræðslu- og útgáfustarfsemi. R. K. í. gaf út á s. 1. ári veggkort nieð myndum af börnum við heilbrigð- isiðkanir. En fyrir neðan hverja mynd stenda nokkrar heilbrigðis- og hollustu ^eglur. Veggkort þessi voru send í alla barnaskóla landsins. Þá gefur R. K. í. út Unga ísland og Alnianak skólabarna. I Unga íslandi eru alla jafna 1—2 greinar heilsufræðilegs efnis, auk hins venjulega fróðleiks og skemmtiefnis. I Almanakinu hafa m. a. birst heilbrigð- is og umferðareglur. Rauða kross félögunum, hvarvetna, er sérstaklega annt um að ná til æsk- unnar. I því skyni gefa þau út blöð og bækur eins og hér hefir verið minnst á. Auk þess hafa verið stofnaðar ung- liðadeildir víða um lönd, þar sem æsk- an fylkir sér undir merki Rauða krossins, en um það mál skrifaði Jakob Hafstein mjög ítarlega grein í síðasta hefti blaðsins, þar sem hann skýrði frá móti ungliðanna í Stoskhólmi í sumar. Ég er þess fullviss, að æskan í land- inu veitir fyllsta athygli Rauða kross féiögunum og málstað þeirra, hvar sera þau verða þeirra vör. Rauði krossinn er félagsleg samtök þeirra, sem eru reiðubúnir að taka sig að og hjúkra særða manninum, scm i.iggur við veginn. Ég veit að æskan gerir meira en rétt að gefa gaum þessum félagssamtökum. Hún kemur og gengur hreint til verks og gerist virkur félagi í Rauða krossi íslands, og yngsta áhugafólkið gerist þá stofnandi að ungliðadeildunum, þar sem þær verða stofnaðar. A. K. Óskum eftir að skrifast á við pilt á aldrinum 15—18 ára, helst á Akur- eyri. Sigríður Jónasdóttir, Grettisgötu 57, Rvík. Kristín Ágústsdóttir, Frakkastíg 9, Rvík.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.