Unga Ísland - 01.10.1939, Blaðsíða 10

Unga Ísland - 01.10.1939, Blaðsíða 10
114 UNGA tSLAND Dýragarðurinn í Kaupmannahöfn Efiir Geir Gigja Niðurlag. Sum skordýr líkjast aftur á móti visnuðum laufblöðum. Þessi dýr eiga heima í hitabeltinu og eru skyld engi- sprettum. — Þessi einkennilegu skor- dýr eiga oft afkvæmi, þar sem þau eru höfð í búrum. En mörg dýr eru mjög treg til þess að auka kyn sitt í dýra- görðum. Eitt af því einkennilegasta við þessi hitabeltisskordýr er það, að kvendýrin eiga afkvæmin alein. Afkvæmin eiga því aðeins móður, en alls engan föður. Þetta á sér stað meðal fleiri lægri dýra, en er óþekkt meðal æðri dýra. (Æðri dýr köllum við þau dýr, sem hafa beinagrind, en óæðri eða lægri dýr þau, sem eru beinlaus(. Meðal þessara skordýra eru karldýrin mjög fágæt. Meðal 2000 dýra af þessu tægi, sem einu sinni voru rannsökuð, var t. d. aðeins eitt karldýr, hitt voru allt saman kvendýr. Úlfaldi. Nú yfirgefum við þetta merkilega hús. Komum við því næst að girðing- um, þar sem eru amerískir bisonar, antilopur, hænsni, dúfur og endur, hvert á sínum stað. — Þarna hafa úlf- aldarnir dálitla eyðimörk. Vaða þeir sandinn fram og aftur. — Það eru bæði drómedari með einn fituhnúð á baki og kameldýr með tvo fituhnúða. Fitu- hnúðarnir eru nokkurs konar forðabúr, sem eru stór eða lítil eftir því hvað skepnan á gott. — Þetta nesti, sem þessi dýr bera á bakinu, kemur sér oft vel í hinum löngu öræfaferðum hitabeltislandanna. Rósailmurinn fyllir loftið. Við erum á þeim stað í dýragarðinum, þar sem blómskrúðið er fegurst. Heitir þar Rósagarðurinn. — í einu horni hans er Ugluturninn. Eru þar margar tegundir af þessum dökkflekkóttu næturdýrum, sem hafa augu, er sjá í myrkri, og vængi, sem þær geta flogið hljóðlaust með. Hvort tveggja er þeim nauðsyn- legt á næturveiðum sínum. Hér eru líka drifhvítar snæuglur. — Þær eiga auðvitað heima, þar sem um- hverfið er hvítt, í ríki snjóanna, heim- skautalöndunum. — Snæuglur koma stundum til íslands sem gestir, og sjást ekki svo sjaldan á nyrstu nesjum lands- ins. í girðingum þeim, sem refirnir eiga bústað, eru útbúin greni úr mold og grjóti, eru þau lík grenjum þeim, sem íslenzku refirnir búa sjálfir til á ís- lenskum afréttum. Oftar eru íslenskir

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.