Unga Ísland - 01.10.1939, Blaðsíða 15

Unga Ísland - 01.10.1939, Blaðsíða 15
119 UNGA ÍSLAND ------------------------- uns hann kom í sveit, er hann þekkti ekki. Dalurinn breytti um svip. Hann víkkaði smátt og smátt út í mikla há- sléttu, þar sem fjöllin teygðu brúnir sínar og hálsa út á grundirnar, dimm- leit með giljum og gjám. Annars vegar sléttunnar lá lítið sveitarþorp, en hins vegar teygði frum- skógurinn anga sína út í akrana. Til- sýndar virtist skógurinn eins og gríðar- há girðing eða skjólgarður þar sem hann skyndilega hætti landnámi sínu. Á víð og dreif um sléttuna voru naut og kýr á beit. Og þegar snáðarnir, sem gæta áttu búpeningsins sáu Mowgli koma gangandi, ráku þeir upp ógur- leg skelfingaróp og þutu af stað heim- leiðis, en hinir gulu Paria-rakkar, sem reika snuðrandi í kring um öll ind- versk sveitarþorp sendu ámátleg gól sín út í bláinn. Mowgli hélt áfram göngu sinni, því að hann var svangur. Og þegar hann kom að þorpinu, sá hann, að þyrni- grindinni, sem skotið er fyrir þorps- hliðið þegar rökkva fer, hafði verið kastað þar þannig, að hún hefti leið hans inn í þorpið. ,,Jæja“, sagði hann; en slíkar hindr- anir hafði hann svo oft séð á hinum étal mörgu ferðum sínum, þegar hann var að ná sér í mat. „Fólkið hérna ótt- ast þá líka skógarbúana". Hann settist við annan hliðstólpann og beið þar, þar til maður kom gangandi þangað. Þá stóð hann á fætur, opnaði munninn og benti upp í sig til þess að gera mann- inum það skiljanlegt, að hann væn svangur. Maðurinn starði á hann um stund, og tók svo til fótanna allt hvað af tók, eftir einu götunni, sem í þorp- inu var, um leið og hann hrópaði á prestinn, stóran og feitan mann í hvít- um fötum með gult og rautt merki á enninu. Presturinn hélt nú út að hlið- inu og um hundrað þorpsbúar á eftir honum; en það var raunar öll íbúatal- an í þorpinu. Þarna stóðu þeir starandi, talandi, hrópandi og bendandi á Mow- gli. „Þetta er ósiðað fólk“, sagði Mowgli við sjálfan sig. „Svona myndu aðeins gráu aparnir hegða sér“. Hann kastaði svörtum lokkunum aftur á herðar sér og horfði reiðilega á fólkið. „Það er ekkert að óttast“, sagði presturinn. „Horfið bara á örin, sem eru á fótum hans og höndum. Þau eru eftir úlfa. Hann er úlfabam, sem strok- ið hefir úr skóginum". 1 leikjum sínum í greninu höfðu úlfahvolparnir auðvitað oft glefsað fastar í Mowgli, en ætlun þeirra var, svo að hvít örin voru hvarvetna á hönd- um hans og fótum. Mowgli hefði sjálf- ur aldrei kallað þetta bit eftir úlf, því að hann vissi flestum öðrum betur, hvernig hið rétta og sanna úlfabit var. „Sei, sei“, sögðu tvær eða þrjár kon- ur hver upp í nefið á annari. „Vesling- urinn. Hugsa sér að vera bitinn af úlfi. Þetta er þó fallegur drengur. Augu hans leiftra eins og logar. Það veit trúa mín, Messua, að hann er ekki ó- líkur drengnum þínum, sem tígrísdýr- ið stal“. — „Lofið mér að sjá hann“, sagði kona ein, sem bar þunga kopar- hringi um ökla og úlnliði. Hún athug- aði Mowgli gaumgæfilega og skyggði með hönd fyrir auga“. Svo sannarlega líkist hann honum. Hann er að vísu grennri, en svipurinn er sá sami“. Presturinn var bísna greindur ná- ungi, og hann vissi vel að Messua var gift ríkasta bóndanum í þorpinu. Þess-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.