Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 3
(JH6R 15LRNQ XXXIV. ÁRG. 9. HEFTI NÓVEMBER 1939 Böðvar Irá Hnífsdal: Alfarnir og Persónur: Jón bóndi. Gróa húsfreyja. Bjarni vinnumaður. Dísa vinnukona. Gestur ferðamaður. Álfakóngur, álfadrottning og fylgdarlið þeirra. SKÝRINGAR: Efni leiksins er tekið úr íslenskum þjóðsögum. Sviðið er baðstofa. Inni eru rúm með heimaofnum ábreiðum, brelt- ánum.. Ef ekki er hægt að koma við baðstofu, má nota venjulegt stofusvið, en forðist þó að láta það líkjast nú- tímastofu. Jón bóndi er 50—60 ára, samanrek- inn, gráskeggjaður. Hefir gráa hár- kollu, ef hægt er, annars verður hann að vera kominn með vetrarhúfu á höf- uðið, þegar tjaldið hefst. Bjarni vinnumaður er 20—30 ára, jarpur á hár og skegg. Gróa húsfreyja er 40—50 ára, nokkuð gráhærð, búin peysufötum, með slegið sjal. Gestur ferðamaður er 30—40 ára, ára, dökkur á hár og skegg, hraustlcg- ur og hvatlegur, langferðabúinn, fann- barinn. Allir karlmennirnir eru mikið búnir, vaðmálsbuxur, gyrtar niður í þykka og háa íslenska sokka, peysur, treflar, belgvetlingar, þykkar vaðmálstreyjur °g vetrarhúfur, helst prjónaðar og með ferSamaðurinn LEIKRIT FYRIR BÖRN lambhúshettusniði. Þar utanyfir geta þeir svo haft einhvers konar hríðarúlp- ur, ef vill, þær mega þó ekki minna of mikið á nútímann. Allt hefir fólkið ís- lenska skó á fótum. Þegar leikur hefst er fólkið fremur fáklætt, en klæðir sig hægt og rólega, meðan á samtalinu stendur. Er það allmikils virði fyrir börnin, sem leika, því að börn eru oft í vandræðum með hreyfingar sínar, einkum handanna, þegar þau hafa ekk- ert sérstak fyrir stafni á sviðinu. Hús- bóndinn, húsfreyjan, vinnumaðurinn, vinnukonan og ferðamaðurinn eru hlut- verk, sem hæfa þroskuðum börnum 12 —13 ára eða eldri. Álfakóng og álfa- drottningu skal og velja úr sömu ald- ursflokkum. Þurfa þau að bera af hin- um álfunum um hæð og vallarsýn. — Þau eru búin skikkjum, hann er með kórónu, en hún með slegið hár og gyllta spöng um enni. í álfasveitina má nota börn 10—14 ára, helzt þau, sem liðug eru í hreyfingum og létt um söng. — Búningar mega vera einfaldir. Á telp- urnar má sem hægast nota ljósleita og létta sumarkjóla, sem þær eiga flestar frá sumrinu áður. Má skreyta þá eitt- hvað á ódýran hátt borðum og böndum, ef þurfa þykir. Ennfremur nota þær silkiklúta eða slæður, perlufestar, hringa, armbönd o. þ. h., eftir því, sem föng eru á. — Drengirnir þyrftu ann- að hvort sérstakan búning eða ljósleit- ar sumarskyrtur, bindi, ljósar síðbux- ur eða stuttar leikfimisbuxur og háa sportsokka. Ef erfiðleikar eru á því að

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.