Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 4
UNGA ÍSLANÖ 126 ------------------------------------ útbúa drengi sem álfasveina, en hins vegar auðvelt að hafa nægan fjölda stúlkna, má álfasveitin vera e.ngöngu stúlkur, að undanteknum varðmanni. Á fótum hafa allir álfaimir íslenska skó ,,á höfðum geta álfarnir haft á.fa- húfur, en fegurst mun að áifameyjarn- ar hafi slegið hár. Leikur þessi er sam- inn fyrir börn í einum smáskóla og leikinn af þeim. Með smáskóla á ég við barnaskóla með 30—60 börnum og 1—2 kennurum. Ef æfa skal þennan leik í barnaskóla, þar sem kennarar eru tveir eða fle'iri, mun heppdegast að skipta verkum þannig, að einn kennari æfi baðstofusamtalið, en annar æfi söng og dans álfanna. Þegar báðir flokkar hafa náð nokkurri æfingu má æfa þá saman, en fyrr myndi það tæp- lega gefa góðan árangur, m. a. vegna þess, hve mörg börn taka eða geta tek- ið þátt í leiknum. Börn eru að vísu stundum ótrúlega dugleg og leggja fús- lega á sig mikla aukavinnu \ið le k- starf sitt, en allt um það þurfa þau lengri tíma til slíkra æfinga en við kennarar ætlum að óreyndu. Baðstofa. Fólkið er að búast til kirkjuferðar. Jón (Við Gróu, konu sína) : Jæja, kona! Ætli það væri ekki best að fara að reyna að komast af stað? Gróa: Jú, jú! Ég er alltaf að búa mig, góði. Jón: Alltaf að búa þig? Já, þetta kvenfólk, þetta kvenfólk! Það er alltaf að búa sig, en er þó aldrei búið að því. Gróa: 0, láttu ekki si-sona, maður. Ég held þið séuð nú sízt betri karl- mennirnir — eða fljótari. Ef við kon- urnar erum stundum eitthvað seinni, þá er það vegna þess að við þurfum fyrst að taka til fötin á ykkur. Bjarwi: Dísa, Dísa! Dísa: Já. Bjarni: Hvar er trefillinn minn? Dísa: Æ! Það veit ég ekki. Bjarni: Nú, það er skrítið. Ertu kannski ekki þjónustan mín? Dísa: Jú, en það er ekki þar með sagt, að ég eigi að klæða þig úr og í hverja spjör, eins og hvern annan smá- krakka. Bjarni: 0, sei, sei! Naumast er það stórmennska í þér síðan þú fórst í sparifötin. Dísa: Láttu ekki eins og bjáni. — Reyndu heldur að finna garmana þína og tína þá utan á þig. Bjarni: Garma? Er hann nú orðinn garmur, þessi trefill, sem þú prjónað- ir sjálf og gafst mér í jólagjöf? Dísa: Æi, þegiðu nú greyið mitt. Bjarni: Ég er ekkert grey. Dísa: Nú! Hvað ertu þá? Bjarni (Reigir sig) : Ég er sauða- maður á Brekku. Dísa: Heyr á endemi ! Þú hefir svo sem mikið að gorta af eða hitt þó held- ur, þú, sem þorir ekki fyrir þitt auma líf að vera heima í nótt, af því að, já, af því að......, að..... Jón (Grípur fram í): Hættið þið þessu! Ég vil ekki heyra eitt 'orð meira. Það er ekkert gaman að senda menn út í opinn dauðann. Ég hefi ekki beðið Bjarna að vera heima í nótt — og ég ætla heldur ekki að gera það. Gróa: Nei, það. er ekki vert að hafa það á samvizkunni að vera valdur að dauða hjúa sinna. Dísa: Ég get nú ekki skilið að Bjarni þyrfti að deyja af því að vera heima í nótt. Gróa: Þú vezt ekki um hvað þú ert að tala, Dísa mín. Þú komst ekki hing- að fyrr en í vor — og veist þar af leiðandi ekki, hvaða álög hvíla á þess- um bæ. Dísa: Álög? Hvernig þá? Galdrar?

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.