Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 5
UNGA ÍSLAND ------------------------ Jón: Þannig er mál með vexti, að undanfarin ár hefir sauðamaðurinn orðið eftir til þess að líta eftir bænum og skepnunum, á meðan hitt fólkið hefir farið til kirkjunnar á nýjársnótt. Dísa: Nú, það er ekki annað en það, sem siður er á hverjum bæ, þar sem ég þekki til. Jón: Já, satt er það að vísu, en á þessum bæ hefir brugðið svo undarlega við um nokkur undanfarin ár, að þeg- ar fólkið hefir komið heim frá kirkj- unni á nýj ársdagsmorgun, hefir sauða- maðurinn fundist dauður. Dísa: Ha? Dauður? Jón: Já, dauður og kaldur í rúmi sínu. Dísa: Guð almáttugur hjálpi mér. Bjarni: Þetta eru náttúrlega útilegu- menn, sem koma heim á bæinn, þegar fólkið er farið. Gróa: Hvað sem það nú er, þá er það hættulegt. Bjarni: Ja, ef ég væri viss um, að það væru bara útilegumenn, ja, þá hefði ég gaman af að sjá þá. Dísa: 0, ætli þú hefðir nokkuð að gera í hendurnar á þeim? Það eru nú karlar, sem hafa krafta í kögglunum. Bjarni: Það geta nú fleiri verið sterkir en þeir. Dísa: Fáir byggðamenn. Orðlögðustu kraftamenn úr heilum landsfjórðungi sleppa stundum lifandi úr viðureign sinni við fjallabúana, en þó aðeins að þeir lendi á óhörðnuðum útilegumanna- unglingum eða gamalmennum. Bjarni: Margur útilegumaður held % að hafi nú orðið að liggja fyrir kyggðamanni. Það er heldur ekki allt undir kröftunum komið, þegar maður er að fást við útilegumenn. Það er al- veg eins mikið undir því komið að vera snar í snúningum. _______________________________127 Jón: Það er nú ekki alveg við lamb- ið að leika sér, þar sem þeir eru, þessir útilegumenn. Bjarni: Nei, veit ég það. En sumir hafa þó komist í kast við þá og sloppið undan þeim. Hvernig var það ekki með manninn, sem var á ferð í óbyggð- um og sá allt í einu þrjá menn koma ríðandi á eftir sér? Dísa: Voru það útilegumenn? Náðu þeir honum ? Bjarni: Hann hleypti undan eins og hesturinn komst, en þeir sem eltu, höfðu betri hesta, einkanlega einn, sem var fremstur. Jón: Já, ég hefi nú einhvern tíma heyrt þessa sögu áður. Bjarni: Því trúi ég vel. Sagan er fræg um allt land. Gróa: Ekki hefi ég heyrt hana. — Hvernig fór þetta? Bjarni: Nú, þegar ferðamaðurinn sá, að hann gat ekki komist undan á flótta, steig hann af baki, opnaði hnakktösku sína, tók þaðan pottflösku, hálffulla af brennivíni — og beið með hana í hend- inni. Gróa: Hann mun hafa ætlað að gefa útilegumönnunum hana, sér til lífs. Bjarni: Nei, ó-nei! Ekki var það nú. Jæja, þegar útilegumaðurinn kom, hann af baki og hljóp að ferðamann- inum, með uppreiddan hnefann. Dísa: Hamingjan góða! Og slasaði hann manninn? Bjarni: Bíddu hæg! Vertu ekki að taka fram í fyrir mér. Nei, ferðamað- urinn varð fyrri til. Hann reiddi upp flöskuna og sló henni í hausinn á úti- legumanninum með svo miklu afli að flaskan brotnaði í sundur og útilegu- maðurinn steinlá, eins og rotaður selur. Framh.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.