Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 7
UNGA ÍSLAND 129 samt ekki j átað það fyrir mömmu. Nei, það gat hann ekki, en í stað þess sagði hann, afar lágt: — Elsku mamma mín, nú ætla ég að biðja guð að vera hjá mér og svo fer ég að sofa. Hún strauk vinblítt um ljósa bkk- ana á höfði hans um leið og hún sagði: — Já, elsku barnið mitt, þú skalt gera það. Allt um kring ríkti björt sumarnótt, hlý og mild lá hún yfir landinu og bæj- unum í dalnum og út í þessa mildu nótt barst heitt andvarp og bæn til föður lífsins frá litlum, þreyttum dreng. XV. Á gömlum slóðum. Þið haldið sjálfsagt, að það sé gaman að vakna heima í rúminu sínu daginn eftir að maður hefir ferðast langt og séð heiminn. O-jæja, ef til vill. Brenn- heit sólin skein inn um gluggann, er mamma Skúla kom og spurði, hvort hann ætlaði ekki að fara að vakna, það væri bráðum hádegi. Hann rumskaði og tókst með erfiðis- munum að gera svolitla rifu mil i augnalokanna sinna, og inn um þessa rifu streymdi ljós dagsins og raunveru- ieikans. Hvað var þetta? Jú, það var var satt. Dagur. — Já, sagði hann dræmt. — Jæja, góði, farðu þá að klæða þig. Hér eru fötin þín. Hann svaraði því ekki og var tæpast vaknaður. Loks kom eldsnöggt einhvers staðar utan úr fjarlægðinni og inn í sál hans vitneskjan um hnífinn. Iiann hafði gleymt hnífnum! Hann var glaðvaknaður og á svipstundu kom- inn í fötin. Nú hafði mamma auðvitað tekið sparibuxurnar og fundið hnífinn; allt var auðvitað komið upp. Hvað átti hann að segja? Frammi fyrir mömmu dugðu engin undanbrögð. Ó, að hann hefði aldrei tekið þennan hníf. Hví í ósköpunum hafði hann gert það? Hann gert það? Ilann þorði ekki að spyrja um buxurnar sínar, það gat vakið grun. Líklega var mamma hans þó ekki farin að þvo þær. Hann bjóst fastlega við að hún hefði ekki haft tíma til þess. Hann svipaðist eftir þeim, þar sem hann helst gat búist við að þær væru og loks fann hann þær frammi í eldiviðargeymslu. Það eitt út af fyrir sig, að finna bux- urnar, varð til þess að rifja upp fyrir honum niðurlægingu hans frá deginum í gær. Ójá, það var lítið gaman að vakna í þetta sinn. Hjarta hans barðist, en bíðum við, þarna í buxnavasanum lá hnífurinn kyrr. Þessi óhappagripur, sem hann varð að losa sig við á ein- hvern hátt. En þegar hann hélt á hnífn- um í lófa sínum og hafði aftur fengið vissu fyrir því, að öllu væri óhætt, þá hætti hann við það áform að losa sig við hnífinn. IJann horfði hugfanginn á dýrgripinn og það var sem hann lang- aði mest til að leggja hann við vanga sinn og gera gælur við hann eins og gert er við lítið barn. Hann var farinn að elska þennan hníf. Það var sektar- tilfinning sjálfs hans, sem snerist í eins konar meðaumkun með þessum litla hlut. Hann hrökk upp úr hugsun- u msínum við það að mamma hans kallaði á hann. — Skúli, Skúli minn, hann pabbi þinn bað mig að segja þér, að það væru ein- hver ókunnug tryppi í móunum hér upp með ánni. Hann bað þig að reka þau

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.